Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1974, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.11.1974, Blaðsíða 23
Greinar oo viAlBI Umbætur í skattamálum — eftir dr. Guðmund It/lagnússon, prófessor Nefnd um tekjuöflun skilaði af sér skýrsl'u til fyrrv. fjár- málaráðherra í nóvember 1973. Lítið hefur verið rætt um álit nefndarinnar síðan. Þó hafa sumar hugmyndir nefndarinn- ar — eða hugmyndir, sem hún tók upp á sína arma — heyrst í ræðum sumra núverandi ráð- herra. Skal hér rakið það helsta, sem nefndin lagði til. Eins mun verða bent á atriði, sem ástæða hefði verið til að nefndin hefði fjallað ítarlegar um. Mat á gildandi tekjuöflun hins opinbera. í álitinu er sú skoðun látin í ljós, að núgildandi tekjuöfl- unarkerfi sé á mörkum þess að geta skilað hinu opinbera nægilegum tekjum. Er þá haft í huga, að skuldbindingar hafa verið gerðar gagnvart EFTA og EBE um áframhald- andi lækkun verndartolla. Þá er talið, að ýmis óæskileg á- hrif söluskatts aukist við hækkun hans (uppsöfnunará- hrif, sókn í undanþágur, und- anbrögð). Veruleg gagnrýni gýs öðru hverju upp um tekju- skatt einstaklinga. Tekjuöflun- aráhrif gildandi kerfis eru oft hæpin, (sbr. grein mína í síðasta tölublaði Frjálsrar verzlunar). Ýmsar undanþágur valda röskun á hagkvæmustu ráðstöfun framleiðsluþátta. Möguleikar til hagstjórnar gætu verið betri en nú er. Tillögur nefndarinnar. í ljósi framanskráðs og af fleiri ástæðum leggur nefndin einkum til eftirfarandi: 1. Afnám markaðra tekna. 2. Fækkun tekjustofna. 3. Einföldun gjaldstofna og samræmingu þeirra. 4. Þjónustugjald komi annað- hvort fyrir öllum kostn- aði eða engum. 5. Sparifé lúti sömu skatta- meðferð og önnur eigna- myndun. 6. Jöfnun fjáröflunartolla. (á tvo eða nokkra flokka). 7. Samsláttur skattkerfis og tryggingarkerfis verði at- hugaður. 8. Heimild fáist fyrir breyt- ingu á tekjuskattspró- sentu(m) á greiðsluárinu. 9. Virðisaukaskattur leysi söluskatt af hólmi. 10. Gjöld af bifreiðanotkun verðii sameinuð og bensín- skattur hækkaður. 11. Einkasölugjöld (— álagn- ing) verði samræmd. 12. Ýmis gjöld á atvinnurekst- ur verði sameinuð og inn- heimt sem launaskattur. 13. Breyting verði á sköttum eigin húsnæðis og/eða leiguhúsnæðis. 14. Tengsl fjáröflunar ríkis og sveitarfélaga verði endur- skoðuð og einfölduð. Atriði, sem huga þarf betur að. Unnt er að taka undir flest af því, sem lagt er til. Sérstak- lega er fróðlegt að fá yfirlit yfir sköttun einstaklinga, rýrnun tekjustofns vegna margvíslegra undanþága og út- reikninga á _ hugsanlegum breytingum. Ýmislegt um sköttun fyrirtækja virðist ekki eins vel unnið. Ef gera á örstuttar athuga- semdir við tillögurnar sjálfar, má benda á eftirfarandi. Afnám markaðra tekna, og fækkun gjaldstofna eru tví- mælalaust æskileg frá sjónar- hóli hins opinbera. Á hitt ber einnig að líta, að þetta gerir meiri kröfur en ella til stjórn- málamanna um að skýra, hvernig fénu er varið og sjá til þess að sóun sé sem minnst. Fækkun gjaldstofna útheimtir nákvæmt yfirlit, því að meiri hætta er á, að tilteknir hópar sleppi betur við skatt, ef skatt- tegund er ein fremur en fleiri. Verðlagning á þjónustu hins opinbera er tekin litlum tökum og tillagan um fullt gjald eða ekki fær vart staðist, nema frá hagkvæmnissjónar- miði hins opinbera. Sameining bifreiðagjalda hefur þegar verið lögleidd. Þau atriði, sem ég sakna mest í skýrslunni eru þessi. 1. Kostir og gallar „stað- greiðslu“ greiðslu skatta. 2. Nánari tillögur um samein- ingu tryggingarbóta, og skattgreiðslna ásamt út- reikningum á gildandi og breyttu kerfi. 3. Samspil virðisaukaskatts og annars skatts. 4. Sköttun verðbólguhagnað- ar. 5. Samspil skatta og verðjöfn- unarsjóða. 6. Verðlagning á þjónustu hins opinbera. 7. Verðmiðlunargjöld. 8. Samsköttun. — Sérsköttun hjóna. Verður það að teljast all- merkilegt, að ekki skuli minnst á „staðgreiðslukerfi skatta“ nema í aukasetningum á fáeinum stöðum. Verður þá e. t. v. skiljan- FV 11 1974 23

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.