Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1974, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.11.1974, Blaðsíða 47
Ilm heima og cgeima Allt í einu komu þeir auga á mann, sem hafði hengt sig í tré. —Æ, hver fjandinn, sagði annar þeirra. — Nú þarf maður að pæla í því að tilkynna þetta til við- komandi yfirvalda, skrifa skýrslufarganið, og rogast svo með blessað líkið á milli manna. Siðan leit hann í kringum sig og sagði: — Heyrðu annars. Við heng- jium hann upp hinum megin við landamærin. Þetta gerðu félag- arnir. En þeir höfðu varla komið manninum fyrir í nýju tré fyrr en þeir heyrðu fótatak, og í einum hvelli földu þeir sig á bak við runna. Tveir þýzkir hermenn við landamæravörzlu komu þrammandi og annar sagði: — Hver djöfullinn er þetta, Ottó? Nú hangir hann aftur hérna megin. Það var langt liðið á nóttina og náunginn, sem var í gistingu hjá vinkonu sinni, fór að gefa frá sér hin undarlegustu hljóð. Þegar tátan hafði vakið hann, fór piltur að skýra fyrir henni, skjálfandi röddu, hvers konar martröð hann hefði fengið. í stuttu máli var daumurinn á þá leið, að piltur dinglaði í Iausu lofti fram af þverhnípi en hélt dauðahaldi í smá grastó, á yztu nöf. — Þú ert ekki í neinni hættu, og slappaðu nú af, sagði vinkonan. — Já. Þetta er allt í bezta lagi, muldraði félagi hennar. — Farðu nú aftur að sofa, ástin, sagði hann. —i Ég geri bað, þegar þú ert búinn að sleppa takinu á grastónni. Forstjórinn var að skemmta vinafólki sínu á einum bezta næturklúbbi í erlendri stórborg. Þegar reikningurinn kom tók hann upp veskið, skoðaði gaum- gæfilega í það en kallaði svo aftur á þjóninn. — Afsakið, sagði hann vand- ræðalega. Ég er rétt með nóga peninga til að borga upphæðina á reikningnum en á þá ekkert eftir í þjórfé handa yður. — Hafið ekki áhyggjur af því, svaraði þjónninn Ég skal leggja þetta saman upp á nýtt. — • — Tveir danskir hermenn voru á eftirlitsgöngu um skóglendi nærri þýzku landamærunum. Gestur í samkvæmi kom því að í snakki um daginn og veg inn, að Einstein hefði sem barn losnað við höfuðverk með því að leysa flókin reiknisdæmi. — En athyglisvert, varð einni selskapsdömunni að orði. — Þegar ég var krakki var þessu alveg öfugt farið. Ég losn- aði við reikningsdæmin með því að gera mér upp höfuð- verk. — Að hann Palli skuli ekki geyma þessar hreyfingar fyrir eitthvað skynsamlegra. FV 11 1974 47

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.