Frjáls verslun - 01.11.1974, Blaðsíða 29
Bláa búðín
„Ég fór að verzla hérna við
Laugaveginn því Silli og
Valdi, sem höfðiu leigt mér
húsnæði í Aðalstræti, þurftu á
því að halda og sögðu mér
upp“, sagði Helga Thorberg í
Bláu búðinni að Laugavegi 11,
en hún byrjaði að verzla þar
árið 1950 eftir að hafa verzl-
að í Aðalstræti í fimm ár, eða
þar um bil. „Ég varð ósköp
skelkuð, þegar mér var sagt
upp húsnæðinu, og í fljótu
Fálkinn
hljómplötudeild
Hljómplötudeild Fálkans hf.
er að Laugavegi 24, en Fálk-
inn hefur um margra ára
skeið fengist við útgáfu ým-
issa íslenzkra verka á hljóm-
plötum, m. a. upplestra
frægra höfunda og tónlist
snillinga. Anna Hansen, verzl-
unarstjóri, sagði okkur að
þessar plötur seldust jafnt og
þétt og væri búið að gefa
flestar þeirra út oftar en einu
sinni. Meðal frægra manna,
sem lesið hafa inn á plötur hjá
Fálkanum, má nefna Sigurð
Nordal, Jón Helgason, Tómas
Guðmundsson, Gunnar Gunn-
arsson, Davíð Sefánsson, Hall-
dór Kiljan Laxness o. fl. Af
tónsnillingum má nefna Dr.
Pál ísólfsson, Björn Ólafsson
og Rögnvald Sigurjónsson.
Þótt popplöturnar seljist í yf-
irgnæfandi meirihluta, eða
um 60% af sölunni, sagði
Anna að mikil söluaukning
væri greinileg í verkum sí-
gildu sniliinganna að undan-
förnu. Plötur eins og Kardi-
mommubærinn og Dýrin í
Hálsaskógi eru þær barnaplöt-
ur, sem lang mest seljast, en
annars fannst Önnu of lítið úr-
val barnaplata á markaðnum.
Hún sagði að börnin hefðu
mjög ákveðinn smekk á plöt-
um, ef þau fengju að ráða
sjálf og líkaði engin plata á
boðstólnum, létu þau sig jafn-
vel hafa það að fá enga plötu.
bragði var hvergi húsnæði að
fá þá nema inni á Grensásvegi,
sem þá var ekki byggður upp
eins og nú, en Valdi tók ekki
í mál að ég yrði að fara þang-
að og útvegaði mér sjálfur
þetta húsnæði,“ sagði hún.
„Mér þótti svolítið skrítið að
vera hér til að byrja með, því
ég kunni svo vel við mig í Að-
alstrætinu, en það er nú allt
komið í lag.“
„Ég hef reynt að fylgjast
með þörfum iðnaðarmanna,
bæði í verkfærum og annarri
járnvöru, sem þá hefur van-
hagað um á hverjum tíma“,
sagði Björn Guðmundsson, for-
stjóri Brynju, sem er í húsinu
nr. 29 við Laugaveginn.
Brynja, sem stofnuð var 1919,
var fyrst r.r. 24 við Lauga-
veg, en flutti á nr. 29 árið
1930, eða tveim árum áður en
Björn, núverandi forstjóri
byrjaði að sendast hjá verzl-
uninni.
Gull og
silfur
Ást, kærleikur, vinskapur og
þakklæti, öll hugtök þurfa
sína útrás og gjarnan gerir
fólk það með því að gefa við-
komandi einhvern þann hlut,
sem það ímyndar sér helst að
muni lýsa ást, gleði eða kær-
leika. Gull & silfur, nr. 35
við Laugaveg leitast við að
sinna þörfum þessa fólks, og
og eins og nafnið bendir til er
þar á boðstólnum hvers konar
dýrindis gjafavara. Sigurður
Steindórsson, einn eigenda,
FV 11 1974
29