Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1974, Blaðsíða 42

Frjáls verslun - 01.11.1974, Blaðsíða 42
Hótel Esja Breyttur veitinga- rekstur Flugleiðir h.f. tóku við rekstri Hótel Esju hinn 1. apríl sl. og liafa nú verið gerðar ver,u- Iegar breytingar á rekstri hótel- sins. Býður það gestum utan af landsbyggðinni sérstök kjör á gistingu og kostar hún kr. 850 fyrir eina nótt. Einnig hafa verið gerðar breytingar á efstu hæð hótels- ins og komið þar fyrir sjálfs- afgreiðslu, svokaliaðri „rest- aurateríu", þar sem gest- ir hótelsins geta fengið þeg- ar í stað ýmislegt léttmeti, en geta einnig pantað aðra rétti sem síðan eru bornir að borði gestsins beint úr eldhúsinu. Er þessi afgreiðsluháttur nýjung hér á landi. Verði í hóf stillt. Veitingarnar eru á hóflegu verði. Gestir geta fengið sér hressingu á undan mat og borð- vín með matnum án þess að þurfa að kaupa flöskuna. Þessi veitingasalur er opin frá átta að morgni til kl.22 að kvöldi og tekur salurinn 70 manns í sæti. í hinni nýju „restaurateríu“ á efstu hæð Hótel Esju. Mörg fyrirtæki í nágrenninu. Fyrir þá sem gista að Hótel Esju er hótelið mjög vel stað- sett hvað nálægð þjónustufyrir- tækja snertir og er fjöldi þeirra í gönguleið frá Hótei Esju og má þar nefna t.d. fyrir bændur aðalsölufyrirtæki landbúnaðar- véla, Glóbus h.f., Véladeild SÍS, Þór h.f. og Dráttarvélar h.f. Fyrir þá, sem ætla að kaupa bifreið, eru helstu bifreiða- umboð landsins í næsta ná- grenni Kr. Kristjánsson h.f., Bifreiðar og landbúnaðarvélar h.f., Veltir h.f. og Glóbus h.f., Davíð Sigurðsson h.f., Hekla h.f., P. Stefánsson h.f. og Sveinn Björnsson í Skeifunni, Toyota, Vökull og Bílaborg og Véladeild SÍS í Ármúla. Margar aðrar þjónustugreinar eru í nágrenni svo sem trygg- ingarfyrirtækin Sjóvá, Sam- vinnutryggingar, Hagtrygging og Trygging h.f. Þá eru ýmsar heildverslanir á næstu grösum einnig. í Laugardal er skrifstofa ÍSÍ, íþróttaleikvangurinn, Laugar- dalshöllin og sundlaugin. Stúlkur kynna hina ýmsu xnöguleika Nashua Delta-ljósprent- unarvélarinnar. IXiashua Delta: Ljósritar á venjulegan pappír Fyrir skömmu kom á mark- aðinn ný ljósprentunarvél, Nashua Delta frá Nashua Corp. Þessi nýja vél er frá- brugðin öðrum ljósprentunar- vélum að því leyti til, að hún ljósprentar á venjulegan papp- ír, eða vélritunarpappír, eins og hann er nefndur í daglegu tali. Sölustjóri Nashua, G. W. Farris og Lárus Fjeldsted yngri söiustjóri Optíma við Suður- landsbraut, kynntu vélina fyr- 42 FV 11 1974

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.