Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1974, Blaðsíða 50

Frjáls verslun - 01.11.1974, Blaðsíða 50
Frá irítstjón Til umhugsunar Óhug hefur slegiö á fólk hér á landi síöustu vikur og mánuöi vegna endur- tekinna frétta af ofbeldisathöfnum, mannvígum og öldu margs kyns annarra afbrota, sem riðið hefur yfir. Ekki er nema von að menn hugleiði með sjálfum sér, og spyrji aðra, hvert stefni og hverjar séu orsakirnar. Án efa eiga mörg samverkandi öfl hlut að máli en í fljótu bragði verður skuld- inni ef til vill skellt á rótleysi hjá borg- urunum, sem að einhverju leyti á rætur sínar aö rekja til óvissu í fjármálum þjóðarinnar og einstaklinga, lífsgæðakapp- hlaupsins og ofþenslunnar margumræddu í flestum háttum og venjum íbúa lands- ins. Margt hefur verið sagt misjafnlega merkilegt um hið svokallaða „breytta gild- ismat“ í seinni tíð. Stjórnmálamenn hafa sumir þótzt greina einhvern reginmun á lífsviðhorfum yngra fólks og hins full- oröna, fráhvarf frá eldri markmiðum eins og einbýlishúsi, einkabílum og utanferð- um, en að þess í stað væri hinni upp- vaxandi kynslóð meir gefið um andans verðmæti, heimspekilegar vangaveltur um lífið og tilveruna og hófsemi í allri neyzlu. Nokkuð er nú liðið síðan kenningar um hið „breytta gildismat“ voru boðaöar sem ákafast, eða um líkt leyti og hippismi og stúdentaóeirðir tröllriðu hinum íhalds- samari samfélögum á Vesturlöndum eink- um í Frakklandi og Þýzkalandi. Nú er þetta hvort tveggja fyrir bí og sennilega hið „breytta gildismat“ líka. Aö einu leyti er þó ástæða að íhuga alvarlega breytt viðhorf, sem ef til vill mega flokkast undir nýtt gildismat, og eiga vafalaust mikinn þátt í mögnun af- brotahneigðar manna. Þar er átt við þá hörmulegu öfugþróun að lofsyngja hvers kyns ódæðisverk, — fjöldamorð, mannrán og sprengjutilræði, er okkur berast nær fellt daglega spurnir af frá útlöndum, og sögð eru framin í nafni þessarar eða hinn- ar „frelsishreyfingarinnar“. IRA, PLO, Svarti september, Víetkong. Allt eru þetta samtök hryðjuverkamanna, sem um árabil hafa staðið að hinum hryllilegustu glæpum. Samt virðist sið- gæðisvitund manna hér á landi sem ann- ars staðar vera orðin svo brengluð, að við ótal tækifæri er þessum morðsveitum hælt á hvert reipi í ræðu og riti. Þá er reynt að klína á þau einhverjum gæðastimplum „þjóðfrelsis" eða „jafnréttis". „Skærulið- inn“ er útmálaður í fjölmiðlum sem fyr- irmynd um sannan drengskap og hetju- dáðir. Öllum er ljóst, að nöfn þessara glæpa- samtaka eru í hugskoti almennings, jafnt barna og unglinga sem fullorðinna, tengd blóöbaði, — sprengjuárásum á saklaust fólk á skemmtistöðum, vélbyssuáhlaup- um á ferðamenn í flugstöðvum eða tor- tímingu þeirra tugum saman um borö í flugvélum í háloftunum. Miðað við þá samúö, sem skipulega er reynt að vekja með athöfnum af þessu tagi og hefur furðu víða grafið um sig, getur mönnum tæpast komið á óvart þó að ógæfumenn hér á landi vilji líka spila sig „stóra karla“ og ná sér niðri á um- hverfinu. Ef það er reyndin, að mat manna á ódæðinu sé breytt í þá veru að taka ekki afstöðu erum við illa á vegi stödd. Á að láta börnin velta lengi vöngum yfir, afhverju það sé forboðið aö skreppa út til að drepa mann? 50 FV 11 1974

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.