Frjáls verslun - 01.11.1974, Blaðsíða 28
Verzlunargatan:
Einhver kynni að halda að
Kristinn Hallsson væri þarna
að syngja gamanvísuna um
Laugaveginn, en í þetta skipti
var hann að selja ljósaperur
fyrir Lions-klúbbinn sinn.
„Og ég labbaði inn á
Laugaveg um daginn”
„Og ég labbaði inn á Laugaveg um daginn“. ... hyrjar gamanvísnaflokk’ur, sem birtist í Söng-
bók Hins íslenzka stúdentafélags, sem félagið gaf út í Reykjavík árið 1894. Það er engin til-
viljun að höf'undur hefur valið Laugaveginn sem vettvang atburða vísnanna því Laugavegur-
inn var, er og verður um ófyrirsjáanlega framtíð tvímælalaust líflegasta gata Reykjavíkur.
Þar er alltaf eitthvað um að vera, fyrirtæki flytjest þangað, eða flytja þaðan, gömul fyrirtæki
breyta um svip eða flytja sig þar á milli húsa og vart fer nokkur maður um Laugaveginn án
þess að hitta einhvern sem hann þekkir. Þar sem Laugavegurinn er hvað líflegastur nú í
jólamán'uðinum, löbbuðu blaðamaður og Ijósm yndari FV. inn á Laugaveg um daginn og tóku
fólk tali í nokkrum fyrirtækjum til að bregða nokkru ljósi á lífið við götuna.
Kjötbúð
Tómasar
í kjötverzlun Tómasar að
Laugavegi 2 sá verzlunarstjór-
inn varla tíma til að líta upp,
því verið var að ganga fra
jólapökkum til útlanda. „Við
erum búnir að vera með þessa
þjónustu í ein átta eða níu ár
og færist það mjög í vöxt að
fólk notfæri sér hana“ sagði
hann. Fólk getur komið, inn í
verzlunina og valið sér eitt-
hvað matarkyns til að senda
vinum eða ættingjum erlend-
is, greitt vöruna og síðan sér
verzlunin um að pakka henni
inn og senda hana út með
öllu tilheyrandi umstangi við
leyfi og pappíra. Þótt Tómas
Jónsson hafi stofnað verzlun-
ina árið 1909 og hún sé því
elsta eða næst elsta kjötverzl-
un í Reykjavik, fylgist hún
vel með tímanum og má þar
benda á að ekki er svo farið
að veiða lax á vorin eða
skjóta rjúpu að hausti, að
viðkomandi bráð sé ekki um
leið komin á föt verzlunarinn-
ar. „Við höfum góð sambönd
með útvegun" sagði Garðar,
Svavarsson, verzlunarstj. og
'ljóstraði ekki frekar upp um
þau.
28
FV 11 1974