Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1974, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.11.1974, Blaðsíða 12
hefur lagt stund á fram- kvæmdastjórn við kunna stofnun í Sviss. Vandamál Lego-fyrirtækisins nú er allt of ör vöxtur og stjórnendur þess glíma við hugmyndir um það hvernig best sé að skipu- leggja framleiðsluna og breikka starfssviðið. Sonurinn vill að notaðar séu nýjustu stjórnunaraðferðir, en Kirk er íhaldssamari og vill vera með í ráðum á öllum sviðum. Nýtt aðalfyrirtæki stofnsett. í sumar var samt sem áður nýtt fyrirtæki stofnsett til þess að aðlaga reksturinn nú- tímanum, og farið var eftir ráðleggingum þekkts stjórnun- arráðgjafa. Lego-fyrirtækinu hefur verið skipt í fimm „dótt- urfyrirtæki", sem öll eru í eigu Kirk Christiansens og fjölskyldu hans. Lego A/S er móðurfyrirtækið, sem á allar verksmiðjur og byggingar að- alstöðvanna í Billund í Dan- mörku, og öll einkaréttindi framleiðslunnar. Auk þess á það að hluta til í 15 sölufyrir- tækjum Legos víða um heim. Þá á það sérstakt Lego-fyrir- tæki, sem aðeins sér um sölu á Lego-leikföngum í Dan- mörku. Lego System A/S sér um framleiðsluna, samhæfingu heildarsamsteypunnar og sölu- kynningu fyrir öll Lego-fyrir- tæki. Tvö önnur dótturfyrir- tæki sjá um rekstur Legolands barnaskemmtigarðsins í Dan- mörku, og sams konar skemmtigarða í öðrum löndum. Með tilkomu nýja aðalfyrir- tækisins og breyttum starfsað- ferðum, minnka bein afskipti Kirks af rekstrinum. Aðal- framkvæmdastjórar bera nú meiri ábyrgð á rekstri ein- stakra fyrirtækja og deilda innan heildarsamsteypunnar. Flestir þeirra hafa viðurkennt að erfitt sé fyrir Kirk að sætta sig við breytingarnar. „Einu sinni vissi hann allt, en nú er það ekki iengur hægt“, segir Ole Nielsen, framkvæmdastjóri hjá Lego A/S, sem hefur ver- ið hægri hönd stjórnarfor- mannsins í 13 ár. Kirk hefur verið með frá byrjun. Kirk hefur verið með fra upphafi Lego-ævintýrisins, sem hyrjaði sem smáfyrirtæki og á 'hann því erfitt með að sætta sig við, hve umfangsmik- ill reksturinn er orðinn. Þetta byrjaðd allt þegar faðir hans, Ole Christiansen missti vinn- una á kreppuárunum, en hann var trésmiður. Til þess að sjá fjölskyldu sinni farborða, tálg- aði hann leikföng í tré. Þar sem flest allir íbúar Billunds voru jafn illa settir og Ole, gátu þeir ekki keypt leikföng- in hans. Þá fékk Ole hug- myndina um að skipta á þeim og mat og klæðum. Bakarinn fékk t. d. leikföng handa börnunum sínum fyrir brauð, verzlunareigandinn lét egg og smjör í skiptum og garðyrkju- bóndinn grænmeti, svo að dæmi séu nefnd. Eftir nokkur ár tókst Ole að safna nægilegu fé til þess að stofna trésmíðaverkstæði og fram- leiða leikföng í stærri stíl en áður. Upp úr 1940 var hann kominn með nokkra smiði í vinnu og framleiddi 200 mis- munandi tréleikföng. Plastframleiðslan breytti tré í gull. „Faðir minn fékk strax á- huga á hinum nýju möguleik- um“,‘ segir Kirk. Lego-fyrir- tækið varð fyrsta fyrirtækið í Danmörku, sem notaði plastik í framleiðslu sína, en það var árið 1950. Þegar hingað var komið sögu, hafði Kirk það hlutverk að finna upp ný leik- föng og vegna innflutnings- takmarkana, sem fylgdu í kjölfar seinni heimsstyrjaldar- innar, urðu feðgarnir að end- urskoða heildarframleiðsluna. Höftunum var síðan aflétt og innflutningur á erlendum leik- föngum gefinn frjáls. For- sjálni feðganna kom sér vel. Þeir höfðu gert sér það ljóst, að nauðsynlegt væri að fjölda- framleiða leikföng, til þess að bjarga fyrirtækinu í harðri samkeppni. Árið 1953 fór Kirk í fyrstu viðskiptaferð sína til útlanda í fylgd með innkaupa- stjóra hjá einu stærsta verzl- unarhúsi Danmerkur. Þeir fóru til Englands, en inn- kaupastjórinn var nýr í starfi, og því uppfullur af ferskum hugmyndum. Kirk spurði hann hvað honum fyndist á- bótavant í leikfangaiðnaðinum. „Leikfangaiðnaðurinn er tóm endaleysa, vegna þess að hann er skipulagslaus, kerfislaus og ruglingslegur“, sagði maður- SJÁVARFRÉTTIR Nýtt tímarit um sjávar- útvegsmál, markaðsmál, tækninýjungar og margt fleira. * Askrif tasímar 82300 - 82302 12 FV 11 1974

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.