Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1975, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.12.1975, Blaðsíða 10
Efnahagsmál og utan- ríkisviðskipti IMorðmanna -eftir dr. Guðmund IVIagnússon, prófessor Framleiðsluaukningin í Noregi var fremur hægfara fyrri hluta árs 1973, en eftirspum eftir útflutn- ingi hafði þá tekið við sér þegar 1972. Á seinnl hluta árs 1973 var ljóst, að mikil fjárfestingarbylgja var að ríða yfir þjóðfélagið, ekki síst vegna olíuleitar og einkaneysla mikil. Hörgull varð á vinn'u- afli og þrýstingur til verðhækkana. Ofan í þetta kom olíuverðhækkunin og þar af leiðandi miklar hækkanir á innfluttum aðföngum. Norðmenn hækkuðu reyndar gengi norsku krónunnar í nóv- emiber 1973 til að draga úr verðbólgu. í því skyní að halda niðri kaupkröfum vaf á árinu 1974 gripið til skattalækkana, styrkja og hækkunar trygg- ingabóta, enda þótt halli væri á viðskiptajöfnuði. Norðmenn voru og eru enn í þeirri sér- stöðu að geta áhyggjulaust leyft sér að láta erlendar skuld- ir og viðskiptahalla aukast. Enda hafa þeir slegið mikil lán út á olíuna í Norðursjónum. Hefur sumum landsmönnum þótt nóg um og sérstaklega hef- ur stjórnarandstaðan haldið því fram að ríkissjómin noti þetta sem afsökun fyrir að stjórna ekki efnahagsmálum eins og vera ber. Bankastjóri einn þar í landi taldi að hér væri á ferð- inni hiðmesta fjárhættuspil. ÞOLANLEG VERÐBÓLGA Við erum vanir háum tölum hér á landi, en Norðmenn eru óvanir 25% aukningu iðnaðar- fjárfestinga eins og 1974 og 13V2% aukningu kauplags. Norðmenn hafa sennilega einn- ig komist allra þjóða best út í aukningu þjóðarframleiðslu í Vestur-Evrópu 1974, eða með 4,8% vöxt 1973>—1974 og þol- anlega verðbólgu eða um 9%. Viðskiptajöfnuðurinn var hins vegar afar óhagstæður af fyrr- greindum ástæðum. Áberandi er, að erlendum verkamönnum hefur fjölgað mikið í Noregi á síðustu árum og það jafnvel af öllum litarháttum. Komu þeir fyrst til Svíþjóðar og Danmerk- ur og fyrir fimm árum var und- antekning að finna þá í Noregi og Finnlandi. Olían í Noregi og hið tiltölulega góða efnahagsá- stand þar í landi á hér áreiðan- lega stóran hlut að máli. Mátti greinilega heyra á Norðmönn- um, að þeim er ekki orðið um sel og hafa reyndar sett lög sem TAFLA 1. VERÐMÆTARÁÐSTÖFUN í NOREGI 1973—1975 Milljónir norskra króna Árlegar magnbreytingar í % á verðlagi ársins 1973 1973 1974 1975 1972-73 1973-74 1974-75 Einkaneysla 58.434 60.890 64.360 1,9 4,2 5,7 Samneysla 17.999 18.765 19.320 5,9 4,3 3,0 Rí'ki 8.791 9.145 9.460 4,3 4,0 3,4 Sveitarfélög 9.208 9.620 9.860 7,5 4,5 2,5 Verg fjármunamyndun 33.183 35.300 36.700 14,6 6,4 4,0 Siglingar 4.893 3.630 4.860 56,2 -25,8 33,9 Olíuvinnsla o. þ. h. 2.990 4.550 3.230 143,7 52,2 -29,0 íbúðarhúsnæði 5.868 6.015 6.260 3,6 2,5 4,1 Opinber fjármunamyndun 5.701 5.855 6.075 1,6 2,7 3,8 Aðrar greinar 13.731 15.250 16.275 3,7 11,1 6,7 Birgðabreytingar 1.010 1.600 1.100 Verðmætaráðstöfun til innlendrar notkunar 100.626 116.555 121.480 6,9 5,4 4,2 Úflutningur 48.870 51.900 56.820 7,7 6,2 9,5 Innflutningur 49.340 53.055 55.800 15,5 7,5 5,2 Verg þjóðarframleiðsla 110.156 115.400 122.500 3,7 4,8 6,2 10 FV 12 1975
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.