Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1975, Blaðsíða 38

Frjáls verslun - 01.12.1975, Blaðsíða 38
Skarphé&inn Árnason, forstjóri Flugleiða í Osló: „Reynum fyrst og fremst að selja ferðir til íslands, þegar flest sæti og hótelherbergi eru laus“ iVorðmönnum boðnar ódýrar helgarferðir til íslands í vetur Ferðir Flugfélags íslands til Oslóar voru hafnar 1952 en þá var áætlun haldið uppi yfir sumarmán- uðina og voru fulltrúar félagsins þá staðscttir í borginni meðan vertíðin stóð yfir. Það var hins vegar 1. janúar 1957, að félagið opnaði skrifstofu í Osló og var það Skarphéðinn Árnason, sem þá starfaði á Kaupmannahafnarskrifstofu félagsins, er skipaður var forstöðumaður hennar. Hcfur Skarphéðinn starfað í Osló nærri samfellt síðan með þeirri undantekningu að um skamma hrið vann hann fyrir félag sitt í Hamborg. Skarphéðinn Árnason fyrir framan söluskrifstofu Flugleiða við Friðþjófs Nansens-torg í Osló, gegnt ráðhúsi borgarinnar. — í -byrjun var ég eini starfs- maðurinn á skrifstofunni og það má segja að þetta hafi ver- ið kotbúskapur, því að ég hafði eitt skrifstofuherbergi með manni sem seldi notaða bíla. Það var kolaofn á kontórnum og eftir á að hyggja voru húsa- kynnin langt fyrir neðan virð- ingu Flugfélagsins. Það gerðist oft að menn hringdu með ein- hver erindi við mig og spurðu hvort þeir mættu ekki koma við á skrifstofunni en vegna þess hvað frumstætt húsnæðið var svaraði ég, að slíkt væri al- gjör óþarfi, þvi að ég væri ein- mitt að fara út í bæ og skyldi koma við hjá þeim! Að sögn Skarphéðins var skrifstofan á hálfgerðum ver- gangi þar til hún fékk inni í húsi samtaka norsku sveitarfé- laganna. Engin söluskrifstofa var starfrækt en mest áherzla lögð á kynningarmál og þá sér- staklega gagnvart ferðaskrif- stofunum. • ÞÁTTUR LOFTLEIÐA Og þar eð Skarphéðinn er nú forstjóri fyrir skrifstofu Flugfélags íslands og Loftleiða í Osló vék hann talinu að starf- semi hins síðarnefnda, sem var mikil í Noregi á þessum árum. Noregur var eitt bezta við- skiptaland Loftleiða og höfðu vélar félagsins þá viðkomu í Stavanger á ferðum sínum milli Norðurlanda og Bandaríkjanna. Félagið hafði nána samvinnu við flugfélag Ludvig Braathens meðal annars um viðhald á flugvélum, sem fram fór í Stavanger og einnig höfðu Loftleiðir á leigu tvær flug- vélar um nokkurt skeið frá honum. Einn fulltrúi, Eyjólfur Eyjólfsson, vann þá á vegum Loftleiða í Osló. Á vegum Flugfélags íslands var farin ein ferð í viku um Osló strax um veturinn eftir að skrifstofan tók til starfa og voru það í fyrstu Skymaster- vélar, sem höfðu þar viðdvöl á leiðinni til Kaupmannahafnar. Þessar vélar höfðu sæti fyrir 60 manns og það fóru ekki ýkja margir um borð í Osló. Næsta sumar komu svo Vis- count-vélarnar til sögunnar og var þá boðið upp á meiri hraða og betri þjónustu. • SAMKEPPNI VIÐ SKIPIN Þetta var landnámssaga Flug- félagsins í Noregi. Flug Loft- leiða til landsins hafði staðið lengur en samkeppnin var þó aðallega við skipin, því að sum- arferðir strandferðaskipsins Heklu til Norðurlandanna voru þá mjög vinsælar. Skipafar- 38 FV 12 1975
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.