Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1975, Side 38

Frjáls verslun - 01.12.1975, Side 38
Skarphé&inn Árnason, forstjóri Flugleiða í Osló: „Reynum fyrst og fremst að selja ferðir til íslands, þegar flest sæti og hótelherbergi eru laus“ iVorðmönnum boðnar ódýrar helgarferðir til íslands í vetur Ferðir Flugfélags íslands til Oslóar voru hafnar 1952 en þá var áætlun haldið uppi yfir sumarmán- uðina og voru fulltrúar félagsins þá staðscttir í borginni meðan vertíðin stóð yfir. Það var hins vegar 1. janúar 1957, að félagið opnaði skrifstofu í Osló og var það Skarphéðinn Árnason, sem þá starfaði á Kaupmannahafnarskrifstofu félagsins, er skipaður var forstöðumaður hennar. Hcfur Skarphéðinn starfað í Osló nærri samfellt síðan með þeirri undantekningu að um skamma hrið vann hann fyrir félag sitt í Hamborg. Skarphéðinn Árnason fyrir framan söluskrifstofu Flugleiða við Friðþjófs Nansens-torg í Osló, gegnt ráðhúsi borgarinnar. — í -byrjun var ég eini starfs- maðurinn á skrifstofunni og það má segja að þetta hafi ver- ið kotbúskapur, því að ég hafði eitt skrifstofuherbergi með manni sem seldi notaða bíla. Það var kolaofn á kontórnum og eftir á að hyggja voru húsa- kynnin langt fyrir neðan virð- ingu Flugfélagsins. Það gerðist oft að menn hringdu með ein- hver erindi við mig og spurðu hvort þeir mættu ekki koma við á skrifstofunni en vegna þess hvað frumstætt húsnæðið var svaraði ég, að slíkt væri al- gjör óþarfi, þvi að ég væri ein- mitt að fara út í bæ og skyldi koma við hjá þeim! Að sögn Skarphéðins var skrifstofan á hálfgerðum ver- gangi þar til hún fékk inni í húsi samtaka norsku sveitarfé- laganna. Engin söluskrifstofa var starfrækt en mest áherzla lögð á kynningarmál og þá sér- staklega gagnvart ferðaskrif- stofunum. • ÞÁTTUR LOFTLEIÐA Og þar eð Skarphéðinn er nú forstjóri fyrir skrifstofu Flugfélags íslands og Loftleiða í Osló vék hann talinu að starf- semi hins síðarnefnda, sem var mikil í Noregi á þessum árum. Noregur var eitt bezta við- skiptaland Loftleiða og höfðu vélar félagsins þá viðkomu í Stavanger á ferðum sínum milli Norðurlanda og Bandaríkjanna. Félagið hafði nána samvinnu við flugfélag Ludvig Braathens meðal annars um viðhald á flugvélum, sem fram fór í Stavanger og einnig höfðu Loftleiðir á leigu tvær flug- vélar um nokkurt skeið frá honum. Einn fulltrúi, Eyjólfur Eyjólfsson, vann þá á vegum Loftleiða í Osló. Á vegum Flugfélags íslands var farin ein ferð í viku um Osló strax um veturinn eftir að skrifstofan tók til starfa og voru það í fyrstu Skymaster- vélar, sem höfðu þar viðdvöl á leiðinni til Kaupmannahafnar. Þessar vélar höfðu sæti fyrir 60 manns og það fóru ekki ýkja margir um borð í Osló. Næsta sumar komu svo Vis- count-vélarnar til sögunnar og var þá boðið upp á meiri hraða og betri þjónustu. • SAMKEPPNI VIÐ SKIPIN Þetta var landnámssaga Flug- félagsins í Noregi. Flug Loft- leiða til landsins hafði staðið lengur en samkeppnin var þó aðallega við skipin, því að sum- arferðir strandferðaskipsins Heklu til Norðurlandanna voru þá mjög vinsælar. Skipafar- 38 FV 12 1975

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.