Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1975, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.12.1975, Blaðsíða 39
gjöldin voru líka nokkru lægri en flugfargjöld á þessum tíma og Norðmenn, sem höfðu minni peningaráð þá en nú lögðu leið sína gjarnan til Kaupmanna- hafnar til að taka skip, Gull- foss eða Dronning Alexander- ine til að komast til íslands. Skarphéðinn sagði, að félag- ið hefði strax byrjað að kynna sig fyrir norskum almenningi með auglýsingum og hvatningu til ihans um að heimsækja frændur sína í vestri. í fyrir- sagnir á þessar auglýsingar voru valdar stuttar og hnitmið- aðar setningar á íslenzku, sem vöktu mikla athygli og gáfu góða mynd af skyldleika tungu- málanna. Auglýsingar á ís- landsferðum voru nýjung í Noregi og fyrir þær 5000 krón- ur, norskar, sem skrifstofan hafði til auglýsinga var hægt með lagni að láta taka svolítið eftir sér að sögn Skarphéðins. • MARKAÐUR í VÍKINGA- BYGGÐUM Þá beindist athyglin sérstak lega að v'kingabyggðunum gömlu í fjörðunum enda búizt við að fólk þar um slóðir þekkti betur til íslands og hefði meiri áhuga á íslands- ferðum en aðrir Norðmenn. Blaðamenn voru fengnir til að skrifa greinar og boðið að heimsækja íslands. Núna ein- kennist starfsemi skrifstofunn- ar meira af beinni sölu. Reynsla er fyrir hendi og menn vita betur hvar bera á niður. Hins vegar sagði Skarphéðinn jafnan nauðsynlegt að kanna gaumgæfiiega, hvort verið væri að plægja réttan akur. Mest er vitaskuld lagt upp úr því að selja ferðir til íslands á þeim árstíma, þegar flest sætin og hótelherbergin eru laus. Nú í vetur eru einmitt í gildi sérstök helgarfargjöld frá Noregi til ís- lands, sem ferðaskrifstofurnar geta boðið ásamt með gistingu, fæði og skoðunarferðum. Gilda þessir farmiðar frá laugardegi til þriðjudags. Siðastliðið sumar, á háanna- tíma var sætaframboðið frá Osló til íslands 752 sæti á viku í fjórum beinum ferðum Flug- félags íslands og Loftleiða. Þá voru líka möguleikar á að taka flugvél frá Kaupmannahöfn. Yfir vetrarmánuðina eru hins vegar tvær ferðir í viku með Boeing-þotum Flugfélagsins. • HÓPFERÐIR FÉLAGA- SAMTAKA Aðspurður sagði Skarphéð- inn það misskilning, að Norð- menn teldu sig þurfa að leggja upp í einhvers konar pílagríma- ferðir til íslands. Auglýsingum í blöðum og tímaritum væri vel tekið og sömuleiðis bærust allt- af margar beiðnir um fyrir- lestra um fsland og kvikmynda- DET ER UHKKERT i islmid om HDSTED! Bruk litt av fcricn til en ukcs opplcvdscr i dcn sagnomsuste oya. Opplcv din cgcn historics sus, utforsk de villc kr^tcromrádcnc, bad i kildeoppvarmet vann. nyt uforurcnsct klar luft, liygg dcg i ct komfortabelt hotcll, ha det godt cn ukc i Jsland! Bc reiscbyráct om spesialtilbudct for cn ukcs opplcvclscr i Island. /CEI.AAÖA/H LOFTLEIDIfí ICELANDIC I t Xanscns plas 9, Oslo 1, 77/. (02)423975 - 425X77,- 0 Haustferðaauglýsing fyrir norsk blöð. sýningar. Þetta þýddi þó engan veginn að norskan almenning þyrsti eftir að komast til ís- lands. Ferðir margs konar sér- hópa hafa þó mjög farið vax- andi og er boðið upp á sérstök hópferðafargjöld, sem eru 90% af fargjaldi annarrar leiðar, ef um 60 manna hóp er að ræða. Bændasamtök hafa notað sér þetta, æskulýðsfélög, Norræna félagið og fleiri. Dvöl á íslandi er ekkert dýr- ari en uppihald og ferðir á öðr- um Norðurlöndum. En ferða- kostnaður milli landa verður meiri. Frá Noregi geta menn auðveldlega farið með bílinn sinn suður um alla Evrópu og eins er mjög í tízku að aka til Norður-Noregs. Það er píla- grímsferðin hjá Norðmönnum í Noregi eins og víðar á Norð- urlöndum hefur verið talið að ferðalangar hefðu fengið sig fullsadda á sólarfríi í suðlæg- um löndum og vildu nú eitt- hvað allt annað til tilbreyting- ar. Skarphéðinn taldi að það væru þó helzt nýjar baðstrend- ur sem hinn almenni ferðamað- ur vildi leita að. Skrifstofur Flugfélags íslands og Loftleiða eru til húsa við Friðþjófs Nansens torg, beint á móti ráðhúsi Oslóborgar. í söluskrifstofu á götuhæð starfa fjórir, þrír eru í söludeild og einn á flugvellinum. • EKKI EINGÖNGU ÍSLAND Skarphéðinn Árnason sagði að lokum, að nú væri hlutverk skrifstofunnar ekki aðeins að selja ferðir til íslands heldur einnig ferðir Loftleiða og Air Bahama vestur um haf. Hann sagði, að ekki gengi eins auð- veldlega og áður að selja Ameríkuferðirnar nú þegar sömu fargjöld gilda og hjá öðr- um flugfélögum. Að vísu geta menn ekki fengið aðrar beinar ferðir til Ameríku frá Osló og verða að fara til Kaupmanna- hafnar. Sé farið til íslands og höfð við- dvöl þar munar um fimm mín- útum, hvað menn eru fljótari þannig en að fara um Kaup- mannahöfn. Áning á íslandi er helzta söluatriði í þessu sam- bandi og er hún óspart auglýst í Noregi. í tengslum við Amer- íkuferðirnar geta menn keypt sólarhringsdvöl í Reykjavík, gistingu, morgunverð, bæjar- ferð og hádegisverð fyrir 75— 80 norskar krónur, sem er gjaf- verð. Um ferðir með Air Ba- hama sagði Skarphéðinn, að ó- víða væri jafn stórkostleg að- staða til að spóka sig í sumri og sól og á Bahama-eyjum en það væri talsverðum erfiðleikum bundið fyrir fólk frá Noregi að komast til Luxemborgar í veg fyrir flugvélar Air Bahama. Sá þáttur ferðalagsins gæti verið erfiður og dýr og þess vegna væri lítil eftirspurn eftir ferð- um Air Bahama í Osló. FV 12 1975 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.