Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1975, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.12.1975, Blaðsíða 30
Bryggjan í Bergcn með hinum frægu húsium Hansa- verzlunar- innar. Til vestur- strandar IMoregs Samgöngur milli íslands og vesturstrandar Noregs hafa verið litlar sem engar síðustu áratugi. Á víkingaöld voru menn á stöðugu i'lakki milli íslands og byggðanna í fjörð- unum á vesturströnd Noregs í nágrenni Bergen. Framan af þessari öld önnuðust norsk skipafélög siglingar til Islands og þá var nafn borgarinnar tengt sambandi íslendinga við umheiminn. Síðan lagðist þetta af en nú hefur mikil breyting orðið á. í fyrrasumar hóf færeyska ferjan Smyrill reglubundnar siglingar milli Seyðisfjarðar, Færeyja og Bergen. Opnaðist þar með ný leið fyrir íslenzka ferðamenn til að komast út fyrir pollinn og það með bílinn meðferðis til að geta hrunað á- fram vegi Norðurlanda og hraðbrautir Evrópu, langt suð- ur í álfu ef því er að skipta. Smyrill mun sigla aftur í sum- ar, og er ferðaskrifstofan Frá fiskmarkaði í Bergen. Úrval búin að gefa út ferðaá- ætlun fyrir skipið. í hverri ferð getur Smyrill flutt 110 bíla og hún tekur á þriðja sól- arhring til Bergen með við- komu í Færeyjum. • SAS-FLUG I VOR. Þá verður áætlunarflug líka hafið til Bergen næsta vor. Það er SAS, sem ætlar að hefja tvær vikulegar ferðir milli íslands, Bergen og Kaup- mannahafnar með brottför síð- degis á þriðjudögum. Það er því líklegt, að fjöldi íslend- inga, sem leið sína leggja til Bergen og hins rómaða ná- grennis hennar, fari stig vax- andi á næstu árum. Við komum til Bergen í byrjun október, þegar ferða- mannatímanum var að Ijúka. Framboð á skemmtiferðum um firðina á vesturströndinni var því ekki í hámarki en samt fengum við góða nasasjón af því, hvað Noregur sem ferða- mannaland hefur að bjóða gestum sínum. • BERGEN — SÖGUFRÆG BORG. í fyrsta lagi er Bergen sögu- fræg borg, sem er vel þess virði að skoða dálítið nánar, eftir að lent er á flugvellinum eða þegar bíllinn hefirr verið keyrður í land úr ferjunni. Þessi borg er nú orðin meir en 900 ára gömul og þar búa 215 þúsund manns. A 12. og 13. öld var Bergen eða Björg- vin, eins og hún reyndar var nefnd til forna, höfuðborg Noregs, stærsta hafnarborg á Norðurlöndum og miðstöð við- skipta. Hansaverzlunin setti svip sinn á vöxt og viðgang borg- arinnar og sennilega hafa flest- ir einhvern tíma séð myndir af gömlu verzlunarhúsunum, sem enn eru varðveitt á bryggjunni í Bergen. Þar er safnhús með innréttingum frá 16. öld og er það lærdóms- ríkt að sjá aðbúnað manna á þeim tímum í þessari fyrr- verandi nýlendu Þjóðverja í Noregi. Samkvæmt leyfi Dana- konungs stunduðu þeir verzlun í Noreg'i með útflutningi á skreið og innflutningi á ýmissi Gata í Bergen. Sérkennileg timburliúsin, í Ijósum litum, setja svip á borgina. 30 FV 12 1975
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.