Frjáls verslun - 01.12.1975, Blaðsíða 26
IMorska útflutningsráðið
Veitir útflytjendum margvíslega
aðstoð við áætlanir og
framkvæmd þeirra
Rætt við forstjóra ráðsins, Gunnar Rogstad
Það er óvænt tilbreyting að mæta forstöðumanni áhrifamikillar stofnunar í útlöndum, sem heils-
ar manni á íslenzku og talar hana næstum reiprennandi út heilt blaðaviðtal. Þetta gerðist
þó þegar við komum upp á 13. hæð skrifstofubyggingar norskra iðnrekenda í Osló en þar er
skril'stofa Gunnars Rogstad, forstjóra norska útflutningsráðsins, sem aðsetur hefur í þessu
stórhýsi.
Eins og vænta mátti hefur
Gunnar Rogstad dvalist á ís-
landi en hann var starfsmaður
norska sendiráðsins hér á
stríðsárunum og er kvæntur
íslenzkri konu. Hann sagði, að
íslenzka væri oft töluð á heim-
ilinu og hann reyndi einnig að
halda málinu við með að lesa
blöð frá íslandi. Gunnar hefur
oft komið til íslands eftir að
dvöl hans hér lauk og hann
hefur haft gott samstarf við
forystumenn íslenzkra iðnrek-
enda. Annars hefur hann að-
allega starfað fyrir norsku ut-
anríkisþjónustuna og m. a.
verið sendiherra í Hollandi.
SÍÐAN í STRÍÐSLOK
Við spurðum Rogstad, hver
saga norska útflutningsráð?-
ins væri og hvernig það væri
skipulagt. Hann skýrði svo frá,
að ráðið hefði verið deild inn-
an utanríkisráðuneytisins þar
til í stríðslok að það varð
sjálfstætt. Árið 1956 var starf-
semi ráðsins endurskipulögð og
komið á útflutningsgjaldi, sem
til þess rann, en það var á-
kveðið % promille af út-
flutningsverðmæti og greiða
útflytjendur þann skatt, sem
ráðið notar síðan til starfsemi
sinnar. Ráðið er skipað 47 full-
trúum, sem koma frá fyrir-
tækjum i iðnaði, fiskveiðum,
frá Alþýðusambandinu og
fleiri samtökum norskum.
Framkvæmdastjórnin er hins
vegar í höndum 15 manna.
Á aðalskrifstoýu útflutnings-
ráðsins í Osló starfa 100 manns
og 60 fulltrúar þess eru í 20
löndum utan Noregs. Verkefni
alls þessa starfsliðs er að að-
stoða útflutningsaðila við að
gera áætlanir og framkvæma
þær, annast upplvsingaþjón-
ustu bæði í Noregi og erlendis,
ákveða þátttöku norskra fyrir-
tækja í vörusýningum erlendis
og undirbúa hana síðan. Þátt-
taka í kaupstefnum og vöru-
sýningum kemur til viðbótar
við aðra markaðsþróun. Rog-
stad gat þess, að næstu tvær
vikurnar framundan væru 12
slíkir viðburðir á dagskrá, m.
a. mikil sýning á vetrarsport-
vöru^n í Bandaríkjunum og
sýning á fjarskiptatækjum í
Genf. Rogstad tók fram, að
það væru ekki starfsmenn út-
flutningsráðsins, sem tækju
allar ákvarðanir um þátttöku
í sýnmgum, heldur væru full-
trúar hinna ýmsu framleiðslu-
fyrirtækja spurðir hvers þeir
óskuðu í sambandi við störf út-
flutningsráðsins að þessu leyti.
Siðari hluta sumars er svo
gerð áætlun eitt ár fram í tím-
ann og þátttaka í stærstu
lillSifftÍsVÖ-iA-'Jl
mnmnnn,
A; - „ ^"1 ■
v*' i r i' '** ■ s y--
mmmmmm-
p&Mnmm
t•mmpmm '
- .sssss
ÍHÍHHÍIJTI
•|BPHIWW» v
iwiiwt??--**
•rrr,rrrrr
■■nKsW*''\
f stórhýsinu til hægri á myndinni, sem er í eigu norskra iðnrek-
cnda, hefur norska útflutningsráSiS aSsetur.
26
FV 12 1975