Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1975, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.12.1975, Blaðsíða 47
IVorskt - íslenzkt samstarf: Slippstöðin og Flekkefjord Slipp smíða skip saman Skrokkurinn dreginn heim frá IVoregi Noregur er eitt aðalviðskiptaland Slippstöðvarinnar á Akureyri og nema heildarviðskiptin um það bil fjór'um til fimm milljónum norskra króna á ári hverju. Viðskipti þessi hafa átt sér stað í mörg ár, en hafa farið stöðugt vaxandi og þá ekki síst eftir að Slipp- stöðin hóf smíði skuttogara. Helztu fyrirtækin sem stöðin skiptir við er Simrad, en að sögn Gunnars Ragnars forstjóra Slippstöðvarinnar þá er það fyrirtæki leiðandi í fiskleitar- tækjaframleiðslunni. Einnig er mikið skipt við Rapp-fabrikker í Bodö og Norður-Noregi en fyr- irtækið framleiðir spilkerfi í skuttogara og einnig eiga sér stað veruleg viðskipti við stál- fyrirtækið Thalow & sons í Þrándheimi. — Reynsia okkar er sú, að það er mjög gott að skipta við Norðmenn. Þeir framleiða góð- ar vörur og standa sig ágæt- lega, bæði í sambandi við af- hendingartíma og ýmislegt ann- að, sagði Gunnar í viðtali við Frjálsra verslun, þegar blaðið innti hann sérstaklega eftir við- skiptum fyrirtækisins við Norð- menn. í því sambandi kom Gunnar inn á athyglisverða nýjung í viðskiptum þeirra við Noreg. Hann sagði að í fyrra- vor hefði komið upp sú hug- mynd að fá Norðmenn til að smíða skrokk skuttogarans, sem' síðan yrði dreginn til Akureyr- ar þar sem togarinn yrði full- kláraður. SAMSTARF VIÐ FLEKKEFJORD SLIPP — Hér hjá Slippstöðinni var í fyrravor verulegur skortur á járniðnaðarmönnum, en hins vegar höfum við næga menn í öðrum starfshópum. Þá datt okkur í hug að auka afköst stöðvarinnar með því að láta smíða stálhluta skuttogara ann- ars staðar, en ganga frá honum hér í stöðinni. Við komumst í samband við skipasmíðastöð í Flekkefjord, Fiekkefjord Slipp og Maskinfabrikk og þeir voru reiðubúnir til að semja við okk- ur um smíði skrokksins enda eru hlutföll hjá þeim öfug við það sem þau eru hjá okkur, þ. e. þeir hafa hlutfallslega fleiri járniðnaðarmenn en menn i öðrum starfshópum. — í fram- haldi af þessu höfðum við sam- band við Útgerðarfélagið á Dalvík, en við vissum að það var að kanna möguleika á kaupum á nýjum skuttogara. Samningar tókust á milli okk- ar um smíðina með áðurnefndu fyrirkomulagi og eigum við nú von á skrokknum hingað í togi í byrjun mars nk. sagði Gunn- ar. SKROKKURINN DREGINN HEIM Aðspurður sagði forstjóri Slippstöðvarinnar, að trúlega yrði innlendum aðila falið að draga skrokkinn heim frá Nor- egi og ætti þessi flutningur ekki að vera neinum vand- kvæðum bundinn. Strax og skrokkurinn kemur til Akur- eyrar verður byrjað á frágangi á skipinu og er áætlað að Dal- víkingum verði afhent skipið i október eða nóvember nk. Gunnar sagði að samningur- inn við stöðina í Flekkefjord hijóðaði upp á 6 milljónir norskra króna. Flekkefjord Slipp og maskinfabrikk er mjög góð skipasmíðastöð og hefur hún smíðað 6 skuttogara fyxár ísland, m. a. nokkra af Vestfjarðartogurunum. Væri því allt sem mælti með því að áframhald yrði á þessari sam- vinnu milli Slippstöðvarinnar á Akureyri og norsku stöðvai'- innar, þar sem slík samvinna skapaði báðum fyrirtækjunum aukin verkefni á meðan skort- ur á járniðnaðarmönnum kæmi í veg fyrir að Slippstöðin gæti ráðist ein í verkefnin. Hins vegar sagði Gunnar að hæg- fara aukning væri á járniðnað- armönnum hér á landi og því kæmi vonandi að því áður en langt um liði að Slippstöðin yrði sjálfri sér nóg á þessu sviði sem öðrum. FV 12 1975 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.