Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1975, Blaðsíða 55

Frjáls verslun - 01.12.1975, Blaðsíða 55
Norðmenn lelja, að tilgang- ur Sovétmanna með þessum liðssafnaði sé tengdur hernað- aráætlunum þeirra á heimsvísu en honum sé ekki beinlínis beint gegn Noregi. En Norð- mönnum brá þó illilega meðan innrásin í Tekkóslóvakíu stóð yfir 1968, því að þá röðuðu sovézkir skriðdrekar sér upp nokkra metra frá norsku landamærunum. • ILLA BÚIÐ LIÐ. Ef til hernaðarátaka drægi myndu Sovétmenn sækjast eft- ir að ná yfirráðum í Norður- Noregi af tveimur ástæðum. Flugvellir þar myndu gera þeim kleift að veita flota sín- um liðsstyrk úr loíti langtum lengra á haf út og hafn- irnar og firðirnir kæmu sér ákaflega vel sem felustaðir fyrir sovézka kafbáta. En það er ekki þar með sagt að sov- ézkur her gæti ætt yfir landið á einni nóttu. Hrjóstrugir fjallgarðar veita vissa vörn og veðravítin gera aðeins sér- þjálfuðum herdeildum mögu- legt að ráðast þar fram mest- an hluta ársins. Norðmenn ef- ast um að margir Sovéther- menn séu nægilega vel búnir til átaka á þessum slóðum. Rússneskt skíði, sem einn sov- ézku hermannanna hafði misst af sér á göngu meðfram landa- mærunum, rak yfir stöðuvatn og hefur nú verið hengt upp til sýnis í norskri landamæra- stöð. Það er sagt úr svo slæmu efni og svo illa smíðað, að fimm ára gömlu norsku barni dytti ekki í hug að notast við það. • STORKA EKKI RÚSSUM. Norðmenn láta sig ekki dreyma um að geta staðizt sovézku innrásarliði snúning við landamærin. Varnarlið 800 manna í herstöðinni í Kirke- nes myndi tæpast gera meir en að tefja fyrir sókninni. Að- allið norska hersins er langt í burtu, á svæðinu við Narvik. Með þessu er í og með verið að forðast allt sem Sovétmenn gætu kallað ögranir en fyrst og fremst byggist þetta fyrir- komulag varnanna á þeirri skoðun norskra hernaðaryfir- valda að sovézk innrás yrði ekki gerð beint yfir landamær- in í norðri heldur af land- gönguliðum frá sjó og/eða um hinn svokallaða Finnlands- fleyg, sem er aðeins 40 kíló- metra frá strönd Noregs í Troms. Álíta norskir hernað- arsérfræðingar að undir slík- um kringumstæðum myndu Sovétmenn krefjast þess af Finnum, að sovézkar hersveit- ir fengju að fara yfir finnskt land samkvæmt ákvæðum samningsins frá 1948. Jafnvel þótt sovézk árás yrði gerð um Finnlands-fieyg- inn myndu innrásarliðsins bíða miklir erfiðleikar, því að þarna er líka gott að verjast. Markmið norska herliðsins myndi þá vera að verjast þar til liðsauki bærist frá Suður- Noregi og frá bandamönnum í NATO. No.rðmenn, sem voru meðal stofnenda Atlantshafs- bandalagsins, og eru eina að- ildarríkið auk Tyrkja sem á landamæri að Sovétrikj- unum, hafa þann fyrirvara á þátttöku sinni í vestrænu varnarsamstarfi að á friðar- tímum séu ekki erlendar her- stöðvar né heldur kjarnorku- vopn í landinu. Þetta hindrar þó ekki heimsóknir erlendra hersveita til æfinga enda fara þær fram reglulega allt árið um kring. • DÝRKEYPT REYNSLA. Eins og Svíar höfðu Norð- menn aðhyllzt hlutleysis- st:fnu. Leifturinnrás Þjóðverja 1940, þegar þeir lögðu mestan hluta landsins undir sig á ein- um degi, var Norðmönnum hins vegar ægileg reynsla og þegar fram í sótti orkaði hún þannig, að þjóðin hefur lagt mikið upp úr að treysta varn- ir sínar. Er uppbygging norska hersins nú ekki ósvipuð því sem gerist í ísrael, og er á- herzla lögð á að varaliðið, sem hefur vopnabúnað sinn inni á heimilunum, verði virkt á skömmum tíma, ef til átaka dregur. Sérhver karlmaður I Noregi verður að gegna her- kvaðningu á aldrinum 20-45 ára. Tvítugir að aldri gegna No.rðmenn herskyldu í 12 mán- uði í landhernum en 15 mán- uði í flotanum og flug'hernum. Síðan fara þeir til endurþjálf- unar með vissu millibili næstu 25 árin. Níu mánuði af þessum tíma dveljast nýliðar við æfingar í Norður-Noregi en þrjá í suðri. Helmingur alls herafl- ans er jafnan á norðurslóðun- um. Samanlagt eru um 40 þús- und manns í norska hernum en þar af er rúmlega helm- ingur nýliðar. • BREZKUR HERSHÖFÐINGI. Herstjórn NATO fyrir norð- urslóðir hefur aðsetur í Kolsás fyrir utan Osló, þar sem brezk- ur hershöfðingi fer með stjórn. Næsti aðstoðarmaður hans er norskur en annars eru fulltrú- ar sex ríkja í starfsliði hans. Þetta er fyrst og fremst áætl- anastöð þar eð flugherinn ein- vörðungu kemur undir stjórn hennar. Öðrum deildum hers- ins stjórna Norðmenn sjalfir á friðartímum. • ÞRÝSTINGUR. Öðru hverju hafa Sovét- menn beitt þrýstingi til að reyna að fá Norðmenn til að losa um tengsl sín við Atlants- hafsbandalagið en án árangurs. Öflin lengst til vinstri í norsk- um stjórnmálum hafa aldrei getað fallizt á aðild landsins að bandalaginu og varð þetta mjög áberandi síðast á sjötta áratugnum, þegar kalda stríð- ið tók að dvína. Árið 1961 sagði hópur vinstrimanna skil- ið við Verkamannaflokkinn og stofnaði Sósíalska þjóðar- flokkinn, sem vann þó engin afrek fyrr en aðildin að Efna- hagsbandalaginu var á döfinni 1971. En flokknum hefur ekki tekizt að magna upp almenna andstöðu gegn aðildinni að NATO og átti þetta sérstaklega við eftir innrás Sovétríkjanna i Tékkóslóvakíu. Síðan hefur al- menningsálitið verið í vax- andi mæli með veru Noregs í NATO. FV 12 1975 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.