Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1975, Side 30

Frjáls verslun - 01.12.1975, Side 30
Bryggjan í Bergcn með hinum frægu húsium Hansa- verzlunar- innar. Til vestur- strandar IMoregs Samgöngur milli íslands og vesturstrandar Noregs hafa verið litlar sem engar síðustu áratugi. Á víkingaöld voru menn á stöðugu i'lakki milli íslands og byggðanna í fjörð- unum á vesturströnd Noregs í nágrenni Bergen. Framan af þessari öld önnuðust norsk skipafélög siglingar til Islands og þá var nafn borgarinnar tengt sambandi íslendinga við umheiminn. Síðan lagðist þetta af en nú hefur mikil breyting orðið á. í fyrrasumar hóf færeyska ferjan Smyrill reglubundnar siglingar milli Seyðisfjarðar, Færeyja og Bergen. Opnaðist þar með ný leið fyrir íslenzka ferðamenn til að komast út fyrir pollinn og það með bílinn meðferðis til að geta hrunað á- fram vegi Norðurlanda og hraðbrautir Evrópu, langt suð- ur í álfu ef því er að skipta. Smyrill mun sigla aftur í sum- ar, og er ferðaskrifstofan Frá fiskmarkaði í Bergen. Úrval búin að gefa út ferðaá- ætlun fyrir skipið. í hverri ferð getur Smyrill flutt 110 bíla og hún tekur á þriðja sól- arhring til Bergen með við- komu í Færeyjum. • SAS-FLUG I VOR. Þá verður áætlunarflug líka hafið til Bergen næsta vor. Það er SAS, sem ætlar að hefja tvær vikulegar ferðir milli íslands, Bergen og Kaup- mannahafnar með brottför síð- degis á þriðjudögum. Það er því líklegt, að fjöldi íslend- inga, sem leið sína leggja til Bergen og hins rómaða ná- grennis hennar, fari stig vax- andi á næstu árum. Við komum til Bergen í byrjun október, þegar ferða- mannatímanum var að Ijúka. Framboð á skemmtiferðum um firðina á vesturströndinni var því ekki í hámarki en samt fengum við góða nasasjón af því, hvað Noregur sem ferða- mannaland hefur að bjóða gestum sínum. • BERGEN — SÖGUFRÆG BORG. í fyrsta lagi er Bergen sögu- fræg borg, sem er vel þess virði að skoða dálítið nánar, eftir að lent er á flugvellinum eða þegar bíllinn hefirr verið keyrður í land úr ferjunni. Þessi borg er nú orðin meir en 900 ára gömul og þar búa 215 þúsund manns. A 12. og 13. öld var Bergen eða Björg- vin, eins og hún reyndar var nefnd til forna, höfuðborg Noregs, stærsta hafnarborg á Norðurlöndum og miðstöð við- skipta. Hansaverzlunin setti svip sinn á vöxt og viðgang borg- arinnar og sennilega hafa flest- ir einhvern tíma séð myndir af gömlu verzlunarhúsunum, sem enn eru varðveitt á bryggjunni í Bergen. Þar er safnhús með innréttingum frá 16. öld og er það lærdóms- ríkt að sjá aðbúnað manna á þeim tímum í þessari fyrr- verandi nýlendu Þjóðverja í Noregi. Samkvæmt leyfi Dana- konungs stunduðu þeir verzlun í Noreg'i með útflutningi á skreið og innflutningi á ýmissi Gata í Bergen. Sérkennileg timburliúsin, í Ijósum litum, setja svip á borgina. 30 FV 12 1975

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.