Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1977, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.12.1977, Blaðsíða 29
yggistilfinning um eigið mikil- vægi. Stjórnan,dinn telur sér trú um að hinn mikli fjöldi símtala vitni um hve hann sé þarfur og ómissandi starfs- kraftur. Leiðir þá af líkum, að síminn stjórnar að miklu leyti daglegum störfum stjórnand- ans. SKREF í RÉTTA ÁTT TIL ENDURBÓTA Þær aðgerðir sem hér eru nefndar eru hvorki auðveldar, fljótlegar né án sársauka, en þær virka aftur á móti. SKILGREINDU VANDAMÁLIÐ Flestir stjórnendur á síma- klefanum kvarta undan honum, en mun sjaldnar undan ákveð- inni tegund símtala. Þeir geta yfirleitt ekki skilgreint vanda- málið frekar undirbúningslaust. En frumforsenda virkrar bar- áttu er einmitt sú að þekkja andstæðinginn, og í því skyni borgar sig að skrá niður öll símtöl í ákveðinn tíma, t.d. tvær vikur. Úr þeirri skráningu þyrfti að vera hægt að fá eftirfarandi niðurstöður: — Fjöldi símtala og sundur- greining eftir því hvort hringt er eða svarað. — Meðallengd símtala sem orsaka eða leiða á einhvern hátt til ákvarðana. — Prósentuhlutfall þeirra símtala sem orsaka eða leiða á einhvern hátt til ákvarðana. — Prósentuhlutfall þeirra símtala sem aðrir hefðu getað annazt. —Á hvaða dögum og tíma dags er mest hringt til annarra? — Á hvaða dögum og tima dags er flestum símhringingum svarað? Strax og þessar upplýsingar eru fengnar er hægt að snúa sér að endurbótum. 1. SKREFIÐ: Svaraðu færri símhringingum. Skráningin hefur án efa sýnt að þú svarar símhringingum, sem aðrir gætu auðveldlega svarað. Með því að skilgreina hvers eðlis þessi símtöl eru kemur um leið í ljós hverjir ættu að svara þeim. Með þessu móti getur einkaritari eða símavörð- ur fyrirtækisins strax beint símtalinu til réttra aðila. Eitt atriði ber að nefna í þessu samhengi, en það er símaskráin. Ef fyrirtæki gerðu meira af því að nota þá skrán- ingarmöguleika, sem fyrir eru í símaskránni, mætti verulega draga úr þeirri tímasóun sem skapast vegna þess að sá sem hringir veit ekki til hvers hann á að snúa sér. Á sama hátt gæti það orðið til þess að draga úr fjölda þeirra símtala sem hlað- ast á stjórnandann, ef deilda- og verkaskipting í fyrirtækinu væri gefin upp í símaskránni. Með því að skrá þar nöfn þeirra starfsmanna, sem hafa með á- kveðin málefni að gera, má auka virkni símans í rekstri fyrirtækisins. 2. SKREFIÐ: Skipuleggðu móttöku símtala Settu einhverjar reglur um hvernig skuli svara í síma fyr- irtækisins í því skyni að kom- ast að því hvaða hagnýtt gildi símtalið' gæti haft fyrir fyrir- tækið. Sumt fólk er lengi að komast að kjarna málsins, en fyrirfram ákveðnar spurningar geta hjálpað til þess að kom- ast að efninu. Þessar spurning- ar gætu verið á þessa leið: — Hvernig get ég aðstoðað yður? — Hvaða upplýsingar ei-uð þér með fyrir mig? — Er það fleira sem við þurf- um að ræða um á þessu stigi málsins? Með því að beina þessum spurningum á viðeigandi kurt- eisan hátt má tryggja að við- komandi haldi sig við efnið. 3. SKREFIÐ: Skipuleggðu símhringingar Símhringingar ætti að skipu- leggja á sama hátt og fundi. Öll gögn sem snerta málefnið þurfa að vera við hendina. Auk þess er það mikilvægt að sá sem hringt er til finni, t.d. af orðalagi eða „tóni“, hver sé raunverulegur tilgangur sím- talsins. í þessu skyni mætti beita setningum sem væru á þessa leið: — Ég þarf á athygli þinni að halda í 3 mínútur til þess að afla mér upplýsinga. — Það eru tvö ákveðin atriði sem ég þarf nauðsynlega að rökræða við þig án tafar. — Ástæðan fyrir því að ég hringi er að í dag verður á- kvörðun tekin í . . . . málinu. Á þennan hátt verður þeim, sem hringt er til, strax Ijóst hvað um er að ræða. Flestir munu taka tillit til þess að um markvisst símtal er að ræða, og þar að auki kunna að meta það traust sem í þessari aðferð felst. 4. SKREFIÐ: Notaðu tímavörð Mikill hluti símtala er ávani, — einfaldlega kjaftæði án til- gangs, eða hrein tímasóun. Auð- velt er að venja sig af slíku með því að nota tímavörð, — einföld áhöld eins og eggja- suðuklukku, stundaglas eða stöðumælaminni. Stilltu slíkt tæki á 3 mínútur sem síðan verður hámarkstími símtala. Með því að skipuleggja símtöl með hliðsjón af 3ja mínútna há- markstíma, muntu ekki einung- is vinna verðmætan tíma, held- ur eru allar líkur á því að sím- tölin verði margfalt virkari. ÁRAN GURINN Ef þú hagnýtir þær leiðbein- ingar, sem hér hafa verið fram færðar, muntu fljótlega breyta viðhorfi þinu til símans. Vegna þess að símatíminn styttist af sjálfum sér með aukinni virkni, verður síminn að hagnýtu hjálpartæki í þínum augum, í stað truflandi gargans, sem „því miður“ er ekki hægt að vera án. FV 12 1977 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.