Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1977, Blaðsíða 49

Frjáls verslun - 01.12.1977, Blaðsíða 49
Húsgagnaverzlun Axels Eyjófssonar: Hefur sérhæft sig í framleiðslu á fata- skápum í húsgagnaverslun Axels Eyj- ólfssonar á Smiðjuvegi í Kópa- vogi er framleitt úr 30 tonnum af spónaplötum á mánuði, og á þessu ári var áætlað að fram- leiða 2000 lengdarmetra, en eins og kunnugt er framleiðir fyrirtækið fataskápa, sem eru orðnir vel þekktir hér á landi. Axel Eyjólfsson setti fyrir- tækið 'á laggirnar árið 1935 og tók hann að sér alls kyns verk. Síðan 'hefur fyrirtækið vaxið mikið og margt breyst. 1970 var það gert að hlutafélagi, húsgagnaverslun Axels Eyjólfs- sonar hf. Á skrifstofunni í hús- næði fyrirtækisins á Smiðju- vegi hitti F.V. að máli þá feðga Axel Eyjólfsson og Eyjólf Ax- elsson og ræddi við þá um fram- leiðslu fyrirtækisins. SÉRHÆFÐIR í FRAM- LEIÐSLU FATASKÁPA Byrjað var á að framleiða fataskápa með rennihurðum fyrir átta árum, en fyrir einu ári var farið að framleiða Syrpu-skápana. Nú eru fram- leiddar fjórar gerðir af renni- hurðaskápum og fimm stærðir af Syrpuskápum. Renni'hurða- skáparnir eru framleiddir úr eik, tekki og álmi, en Syrpu skáparnir úr hnotu farline og birki-farline. Húsgagnaverslun Axels Eyj- ólfssonar hefur sérhæft sig í framleiðslu fataskápa, og sagði Eyjólfur, að með sérhæfingu og aukinni hagræðingu hefði tek- ist að halda verðinu niðri. Það er ekkert annað fyrirtæki hér á landi, sem hefur sérhæft sig í framleiðslu fataskápa eingöngu. Sagði Eyjólfur, að þeir væru sífellt með vöruþróun í huga til að bæta framleiðsluna. T.d. hefur verið byggður upp góður vélakostur, og er nú öll fram- leiðslan unnin í vélum. Nýjasta hagræðingin er sú, að nú er notuð við framleiðsluna alsjálf- virk borvél, sem getur borað allt að 200 göt í einu, fjórar hliðar í hverri umferð, þannig að fólk getur fært til innrétt- ingar, hillur, skúffur og slár að vild. ÓDÝRARA AÐ FÁ SÉR FATASKÁP NÚ EN FYRIR ÞREMUR ÁRUM — Nú eru miklu færri, sem vinna við hverja framleiðslu- einingu, og er vinnulaunakostn- aður kominn niður í 20% af verði hlutarins, sagði Eyjólfur. Á sl. þremur árum hefur verðið ekki hækkað helming á við verðbólguna, og staði’eyndin er sú, að það er ódýrara að fá sér fataskáp frá okkur nú, en það var fyrir þi'emur árum. Þegar skápaframleiðslan hófst var mikið keypt í eldri íbúðir, en nú er megnið keypt í nýjar íbúðir. Um það bil 40% fram- leiðslunnar er selt út á land. Síst minna er framleitt af rennihurðaskápunum en Syrpuskápunum. Axel sagðist þakka þennan góða árangur í framleiðslu og sölu skápanna þeirri stefnu, sem upphaflega var tekin að fram- leiða mjög vandaða vöru. — Þetta er lítið þjóðfélag, sagði hann og ef framleiðslan stenst ekki þær kröfur, sem gerðar eru til hennar þýðir ekki að hugsa um langlífi. Loks má geta þess, að starfs- menn fyrirtækisins vinna eftir bónuskerfi allir sameiginlega og gefur bónusinn þeim 30-40% ofan á samningsbundin laun. Sögðu þeir feðgar að afköstin væru þar af leiðandi mjög góð og starfsliðið eftir því, auk þess, sem það kemur kúnnan- um til góða. BÍLALEIGAN Smiðjuveg 17 Kópavogi ®_______ Volkswagen 1200L ®_______ Erum einnig með Volkswagen GOLF ©_______ Við leggjum sérstaka áherslu á fljóta og góða þjónustu. ®_______ ar 43631 FV 12 1977 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.