Frjáls verslun - 01.12.1977, Blaðsíða 49
Húsgagnaverzlun Axels Eyjófssonar:
Hefur sérhæft sig í
framleiðslu á fata-
skápum
í húsgagnaverslun Axels Eyj-
ólfssonar á Smiðjuvegi í Kópa-
vogi er framleitt úr 30 tonnum
af spónaplötum á mánuði, og á
þessu ári var áætlað að fram-
leiða 2000 lengdarmetra, en
eins og kunnugt er framleiðir
fyrirtækið fataskápa, sem eru
orðnir vel þekktir hér á landi.
Axel Eyjólfsson setti fyrir-
tækið 'á laggirnar árið 1935 og
tók hann að sér alls kyns verk.
Síðan 'hefur fyrirtækið vaxið
mikið og margt breyst. 1970
var það gert að hlutafélagi,
húsgagnaverslun Axels Eyjólfs-
sonar hf. Á skrifstofunni í hús-
næði fyrirtækisins á Smiðju-
vegi hitti F.V. að máli þá feðga
Axel Eyjólfsson og Eyjólf Ax-
elsson og ræddi við þá um fram-
leiðslu fyrirtækisins.
SÉRHÆFÐIR í FRAM-
LEIÐSLU FATASKÁPA
Byrjað var á að framleiða
fataskápa með rennihurðum
fyrir átta árum, en fyrir einu
ári var farið að framleiða
Syrpu-skápana. Nú eru fram-
leiddar fjórar gerðir af renni-
hurðaskápum og fimm stærðir
af Syrpuskápum. Renni'hurða-
skáparnir eru framleiddir úr
eik, tekki og álmi, en Syrpu
skáparnir úr hnotu farline og
birki-farline.
Húsgagnaverslun Axels Eyj-
ólfssonar hefur sérhæft sig í
framleiðslu fataskápa, og sagði
Eyjólfur, að með sérhæfingu og
aukinni hagræðingu hefði tek-
ist að halda verðinu niðri. Það
er ekkert annað fyrirtæki hér á
landi, sem hefur sérhæft sig í
framleiðslu fataskápa eingöngu.
Sagði Eyjólfur, að þeir væru
sífellt með vöruþróun í huga
til að bæta framleiðsluna. T.d.
hefur verið byggður upp góður
vélakostur, og er nú öll fram-
leiðslan unnin í vélum. Nýjasta
hagræðingin er sú, að nú er
notuð við framleiðsluna alsjálf-
virk borvél, sem getur borað
allt að 200 göt í einu, fjórar
hliðar í hverri umferð, þannig
að fólk getur fært til innrétt-
ingar, hillur, skúffur og slár að
vild.
ÓDÝRARA AÐ FÁ SÉR
FATASKÁP NÚ EN FYRIR
ÞREMUR ÁRUM
— Nú eru miklu færri, sem
vinna við hverja framleiðslu-
einingu, og er vinnulaunakostn-
aður kominn niður í 20% af
verði hlutarins, sagði Eyjólfur.
Á sl. þremur árum hefur verðið
ekki hækkað helming á við
verðbólguna, og staði’eyndin er
sú, að það er ódýrara að fá sér
fataskáp frá okkur nú, en það
var fyrir þi'emur árum.
Þegar skápaframleiðslan hófst
var mikið keypt í eldri íbúðir,
en nú er megnið keypt í nýjar
íbúðir. Um það bil 40% fram-
leiðslunnar er selt út á land.
Síst minna er framleitt af
rennihurðaskápunum en
Syrpuskápunum.
Axel sagðist þakka þennan
góða árangur í framleiðslu og
sölu skápanna þeirri stefnu, sem
upphaflega var tekin að fram-
leiða mjög vandaða vöru. —
Þetta er lítið þjóðfélag, sagði
hann og ef framleiðslan stenst
ekki þær kröfur, sem gerðar
eru til hennar þýðir ekki að
hugsa um langlífi.
Loks má geta þess, að starfs-
menn fyrirtækisins vinna eftir
bónuskerfi allir sameiginlega
og gefur bónusinn þeim 30-40%
ofan á samningsbundin laun.
Sögðu þeir feðgar að afköstin
væru þar af leiðandi mjög góð
og starfsliðið eftir því, auk
þess, sem það kemur kúnnan-
um til góða.
BÍLALEIGAN
Smiðjuveg 17
Kópavogi
®_______
Volkswagen
1200L
®_______
Erum einnig með
Volkswagen
GOLF
©_______
Við leggjum
sérstaka áherslu
á fljóta og góða
þjónustu.
®_______
ar
43631
FV 12 1977
49