Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1977, Blaðsíða 57

Frjáls verslun - 01.12.1977, Blaðsíða 57
ér mjÖg stór markaður og getur veitt framleiðslunni meiri stöð- ugleika. Þá hefur Halldór hug- myndir um útflutning. Hann hefur gert á þvi athuganir, sem hann telur jákvæðar. Halldór gerir sér grein fyrir að Róm var ekki byggð á einum degi og ætl- ar sér ekki að sigra alla sína keppinauta erlendis í einu lagi. En hann telur að einhver út- flutningur sé forsenda fyrir því að fyrirtækið geti staðið föst- um fótum. ÚTFLUTNINGUR í ATHUGUN Fyrsti útflutningurinn hófst þannig að hingað kom blaklið frá Skotlandi. Þeir urðu furðu lostnir, þegar þeir komust að því að hægt var að panta bún- inga að morgni og leika í þeim um kvöldið. Halldór segir: „Þetta lið varð Skotlandsmeist- ari í annarri deild og forstöðu- maður liðsins sagði kunningj- um frá þessu. Eftir það hafa komið nokkrar pantanir frá Skotlandi. Ég hef kannað mark- aðinn í Skotlapdi frekar, með viðræðum við eiganda stærstu sportvöruverslunar í Glasgow. Ég sýndi manninum sýnishorn og skýrði fyrir honum okkar starfsemi. Hann var til í að byrja strax að selja, því hann sagði að mikil þörf væri fyrir fyrirtæki, sem gæti þjónað öll- um þeim sérþörfum, sem um er að ræða hjá litlum liðum, með skikkanlegum fyrirvara, Það er ekki tímabært að fara út í umtalsverðan útflutning að svo stöddu, en ég tel að hægt sé að reka fyrirtæki, sem sér- hæfir sig í að þjóna smáu við- skiptavinunum, sem eiga erfitt með að fást við stóru fyrirtæk- in. Framleiðsla hjá stórum fyr- irtækjum er skipulögð langt fram í tímann og erfitt að koma þar fyrir litlum verkefnum. Þá má telja útilokað að skjóta þeim inn, með skömmum fyrirvara“. ERLEND LIÐ SELJA EINKARÉTT A FRAM- LEIÐSLU BÚNINGA „Ég ætla að halda áfram út- flutningi í smáum stíl, fyrst um sinn. Það er fyrst og fremst til Jóhannes Eðvaldsson kynnir sér framleiðsluna hjá Henson. að fá reynslu og fylgjast með hvernig okkar vörur eru í sam- anburði við aðrar á markaðn- um. Ef svona tilraunaútflutn- ingur gengur vel, er tiltölulega auðvelt að auka hann, þegar fyrirtækinu vex fiskur um hrygg“. Henson hefur framleitt peys- ur, með merkjum erlendra liða, en nú hefur sá háttur komist á, að liðin selja einhverjum fram- leiðanda einkarétt til að fram- leiða búninga sína. Þetta þýðir að strákur sem kaupir til dæm- is West Ham peysu er að borga skatt til liðsins. Þetta er mark- aður, sem Halldór telur ekki ástæðu til að hugsa um. Markaðshluti fyrirtækisins er mjög stór í félagsbúningum, eins og fyrr segir, en getur aldrei orðið iíkur því í almenn- um sportklæðnaði. Kaupmenn vilja allir hafa eitthvað sérstakt og flytja það margir inn sjálfir. Sú spurning vaknar hvort ekki sé óheppilegt gagnvart mönnum úr öðrum félögum að Halldór hefur verið áberandi maður í Val. Halldór segir: „Þvert á móti. Mönnum þykir betra að skipta við mann, sem hefur inngrip í íþróttir“. GARNIÐ EITT ER DÝRARA EN EFNIÐ Eitt af vandamálum lítilla fyrirtækja er að kaupa hráefni. Litlar pantanir ex-u litnar horn- auga og taldar lítið annað en fyrirhöfn og skriffinnska, en litlir fjármunir á ferð. Halldór segist verða þess var nú, að inn- kaup hans séu orðin það mikil, að þau skipti framleiðendur máli. Þeir leggi nú meiri á- herslu á að veita gott verð og þjónustu en áður. Henson kaupir nú efni frá Wales, fyrir um 13 hundruð krónur kílóið, sem er mun minna en fyrirtækið greiddi áð- ur fyrir sömu vöru frá Dan- mörku. Þetta hagstæða efnis- verð hefur þýtt að verðhækk- anir á vörum frá Henson hafa aðeins verið 10 til 15% á ári undanfarin tvö ár, sem er langt undir verðbólgunni. Halldói hefur athugað möguleika á að framleiða efni hér á landi ,en eins og stendur kostar garnið meira en prjónuð efni. Iþróttabúningar félaga eru framleiddir úr 10 litum og fáar undantekningar frá því. Litirnir eru hvítt, rautt, blátt, grænt, svart, vínrautt, ljósgult, dökk- gult, appelsínugult og dökk- blátt. Ef lið sem keppa hafa sama lit verður heimaliðið að víkja. Þetta þýðir að hvert lið þarf að eiga búninga í tveimur litum. MIKIÐ AUGLÝSINGAGILDI Halldór telur auglýsingagildi á íþróttabúningum vera mikið og því meira sem birt er af myndum af leikmönnum í fjöl- miðlum. Verð á þessum auglýs- ingum fer, að sjálfsögðu, eftir því hversu áberandi liðið er og hversu vel því gengur. Verð er mjög mismunandi. Halldór seg- ir að ef til vill mætti reikna með að greiddar hafi verið 400 þúsund kr. fyrir að auglýsa á búningum fyrstu deildar liðs í knattspyrnu á síðasta sumri og meira hjá þeim liðum, sem gekk best. Halldór bendir á að svona upphæðir séu fljótar að fara i auglýsingum í öði'um fjöl- miðlum. Hann bendir á sem dæmi hvað það hefði kostað Sláturfélag Suðurlands, að fá á annan hátt sömu auglýsingu og á búningum fyrstu deildar knattspyrnuliðs Vals í sumar. FV 12 1977 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.