Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1977, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.12.1977, Blaðsíða 12
<3 Háskólinn: >• Aætlun um byggingu 1800m2 viðbótarhúsnæðis árlega Tillaga að byggingaráætlun til 1986 Snemma á þessu ári sam- þykkti háskólaráð skipulags- hugmynd fyrir háskólalóðina, sem hinn heimsfrægi finnski arkiftfekt Alvar Alto lauk við áður en hann lézt árið 1976. Hugmynd sú hefur verið kynnt í fjölmiðlum. Teiknistofa Altos gerði einnig líkan af skipulags- hugmynd, sem nú hefur verið skoðuð hjá Reykjavíkurborg. í viðamikilli ályktun háskóla- ráðs frá 3. nóvember s.l. er gert ráð fyrir því, að tvær næstu bygginar á háskólalóðinni rísi hvor sínu megin Suðurgötu. Önnur byggingin á að vera al- mennt kennsluhúsnæði fyrst og fremst fyrir hugvísindagrein- ar austan Suðurgötu, en hin kennslu- og rannsóknahúsnæði fyrir verkfræði og önnur raun- visindi vestan Suðurgötu. B YGGIN G ARÁÆTLUN TIL 1986 í áætlun háskólaráðs, sem byggðist m.a. á ýtarlegri könn- un nefndar á húsnæðisþörf Há- skólans, er ekki gert ráð fyrir viðbótarframlagi ríkissjóðs við happdrættisféð árin 1978—1980 vegna framkvæmda á háskóla- lóðinni, en um nokkurra ára skeið hefur það verið 50 millj. kr. eða rúmlega það. Frá og með 1981 er hins vegar gert ráð fyrir viðbótarframlagi ríkis- sjóðs, sem yrði mismunandi eft- ir því hvaða leið yrði valin af þeim leiðum, sem háskólaráð bendir á. 1800m ÁFANGAR Hæfilega stórir byggingar- áfangar, þannig að hagkvæmir geti talizt, eru að dómi nefndar þeirrar, er samdi skýrsluna um byggingaþarfir Háskólans á há- skólalóðinni, varla undir 1800m- og hægilegur bygginga- tími vart yfir 2 ár. Miðað við niðurstöður nefndarinnar er æskilegt að hefja á hverju ári bygginu eins slíks áfanga á há- skólalóðinni. Þannig myndi frá og með árslokum 1980 nýr 1800m- áfangi verða tekinn í notkun sem næst árlega. Gera má ráð fyrir, að allt að fjögur ár geti liðið frá upphafi undirbúnings að bygginu hvers áfanga, þangað til hann kemst í not, 1 ár vegna undirbúnings fjárlagatillagna, 1 ár vegna hönnunar og 2 ár í byggingu. í greinargerð Háskólans um húsnæðismál er lögð áherzla á tvo meginþætti, og að báðir þessir þættir kalli á auknar framkvæmdir Háskóla íslands, jafnvel þótt stúdentum fjölgi ekki: 1. Leiguhúsnæði Háskóla ís- lands er nú orðið svo dreift um bæinn, að það torveldar sam- ræmda kennsluskrárgerð, gref- ur undan heilsteyptri stjórn skólans og spillir markvissri þróun í uppbyggingu rannsókn- araðstöðu. Það mun taka lang- an tíma að koma upp húsnæði á háskólasvæðinu í stað leigu- húsnæðisins. Meðal leiguhúsnæðisins er nú húsnæði að Grensásvegi fyrir líffræðikennslu og rannsóknir o.fl., húsnæði í Ármúla fyrir fyrstu ár lækniskennslu og heil- brigðisgreina, húsnæði að Suð- urlandsbraut fyrir hjúkrunar- kennslu, húsnæði við Lindar- götu fyrir sjúkraþjálfun, hús- næði að Sóleyjargötu og Smyr- ilsvegi fyrir félagsvísindadeild og síðast en ekki sízt Tjarnar- bær, þar sem fyrirlestrar eru haldnir fyrir stóra hópa í efna- fræði, stærðfræði, heimspeki- legum forspjallsvísindum o.fl. greinum. Ovissan ,um framhaldsnot alls þessa leiguhúsnæðis torveldar eðlilega uppleggingu skóla- st'arfsins. 2. Á síðustu árum hafa í vinnuskyldureglum kennara verið gerðar nýjar og auknar kröfur til rannsóknastarfa kennara. í mörgum greinum er aðstaða til slíkra rannsókna- starfa ekki fyrir hendi. Veru- legt fjármagn þarf til þess að koma þessu í horf. „Háskóli íslands er í hættu staddur ef hann reynir ekki að vera samkeppnisbær við há- skóla nágrannalandanna, ekki aðeins á kennslusviðinu heldur einnig á sviði ýmissa rann- sókna. Þetta er ekki aðeins brýnt mál fyrir háskólann, heldur þjóðina alla“, segir í áð- urnefndri skýrslu. Um málefni Háskólans er að öðru leyti fjallað í viðtali við Guðlaug Þorvaldsson, háskóla- rektor, inni í blaðinu. 12 FV 12 1977
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.