Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1977, Síða 12

Frjáls verslun - 01.12.1977, Síða 12
<3 Háskólinn: >• Aætlun um byggingu 1800m2 viðbótarhúsnæðis árlega Tillaga að byggingaráætlun til 1986 Snemma á þessu ári sam- þykkti háskólaráð skipulags- hugmynd fyrir háskólalóðina, sem hinn heimsfrægi finnski arkiftfekt Alvar Alto lauk við áður en hann lézt árið 1976. Hugmynd sú hefur verið kynnt í fjölmiðlum. Teiknistofa Altos gerði einnig líkan af skipulags- hugmynd, sem nú hefur verið skoðuð hjá Reykjavíkurborg. í viðamikilli ályktun háskóla- ráðs frá 3. nóvember s.l. er gert ráð fyrir því, að tvær næstu bygginar á háskólalóðinni rísi hvor sínu megin Suðurgötu. Önnur byggingin á að vera al- mennt kennsluhúsnæði fyrst og fremst fyrir hugvísindagrein- ar austan Suðurgötu, en hin kennslu- og rannsóknahúsnæði fyrir verkfræði og önnur raun- visindi vestan Suðurgötu. B YGGIN G ARÁÆTLUN TIL 1986 í áætlun háskólaráðs, sem byggðist m.a. á ýtarlegri könn- un nefndar á húsnæðisþörf Há- skólans, er ekki gert ráð fyrir viðbótarframlagi ríkissjóðs við happdrættisféð árin 1978—1980 vegna framkvæmda á háskóla- lóðinni, en um nokkurra ára skeið hefur það verið 50 millj. kr. eða rúmlega það. Frá og með 1981 er hins vegar gert ráð fyrir viðbótarframlagi ríkis- sjóðs, sem yrði mismunandi eft- ir því hvaða leið yrði valin af þeim leiðum, sem háskólaráð bendir á. 1800m ÁFANGAR Hæfilega stórir byggingar- áfangar, þannig að hagkvæmir geti talizt, eru að dómi nefndar þeirrar, er samdi skýrsluna um byggingaþarfir Háskólans á há- skólalóðinni, varla undir 1800m- og hægilegur bygginga- tími vart yfir 2 ár. Miðað við niðurstöður nefndarinnar er æskilegt að hefja á hverju ári bygginu eins slíks áfanga á há- skólalóðinni. Þannig myndi frá og með árslokum 1980 nýr 1800m- áfangi verða tekinn í notkun sem næst árlega. Gera má ráð fyrir, að allt að fjögur ár geti liðið frá upphafi undirbúnings að bygginu hvers áfanga, þangað til hann kemst í not, 1 ár vegna undirbúnings fjárlagatillagna, 1 ár vegna hönnunar og 2 ár í byggingu. í greinargerð Háskólans um húsnæðismál er lögð áherzla á tvo meginþætti, og að báðir þessir þættir kalli á auknar framkvæmdir Háskóla íslands, jafnvel þótt stúdentum fjölgi ekki: 1. Leiguhúsnæði Háskóla ís- lands er nú orðið svo dreift um bæinn, að það torveldar sam- ræmda kennsluskrárgerð, gref- ur undan heilsteyptri stjórn skólans og spillir markvissri þróun í uppbyggingu rannsókn- araðstöðu. Það mun taka lang- an tíma að koma upp húsnæði á háskólasvæðinu í stað leigu- húsnæðisins. Meðal leiguhúsnæðisins er nú húsnæði að Grensásvegi fyrir líffræðikennslu og rannsóknir o.fl., húsnæði í Ármúla fyrir fyrstu ár lækniskennslu og heil- brigðisgreina, húsnæði að Suð- urlandsbraut fyrir hjúkrunar- kennslu, húsnæði við Lindar- götu fyrir sjúkraþjálfun, hús- næði að Sóleyjargötu og Smyr- ilsvegi fyrir félagsvísindadeild og síðast en ekki sízt Tjarnar- bær, þar sem fyrirlestrar eru haldnir fyrir stóra hópa í efna- fræði, stærðfræði, heimspeki- legum forspjallsvísindum o.fl. greinum. Ovissan ,um framhaldsnot alls þessa leiguhúsnæðis torveldar eðlilega uppleggingu skóla- st'arfsins. 2. Á síðustu árum hafa í vinnuskyldureglum kennara verið gerðar nýjar og auknar kröfur til rannsóknastarfa kennara. í mörgum greinum er aðstaða til slíkra rannsókna- starfa ekki fyrir hendi. Veru- legt fjármagn þarf til þess að koma þessu í horf. „Háskóli íslands er í hættu staddur ef hann reynir ekki að vera samkeppnisbær við há- skóla nágrannalandanna, ekki aðeins á kennslusviðinu heldur einnig á sviði ýmissa rann- sókna. Þetta er ekki aðeins brýnt mál fyrir háskólann, heldur þjóðina alla“, segir í áð- urnefndri skýrslu. Um málefni Háskólans er að öðru leyti fjallað í viðtali við Guðlaug Þorvaldsson, háskóla- rektor, inni í blaðinu. 12 FV 12 1977

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.