Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1985, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.05.1985, Blaðsíða 33
tilfelli samkvæmt skilgreiningu, kökur, kex eöa aðrar íburöar- meiri vörur, þá beri aö greiða af henni vörugjald meö tilheyrandi söluskatti. Ekkert nánar er kveöiö á um framleiðsluvöru meö undir 20% súkkulaði, en þaö er þetta „gat“ í reglugerö- inni sem hefur bakaö yfirvöldum vandræöi. Reyndar taka menn það djúpt í árina að segja að ómögulegt sé aö framfylgja þessum reglum þegar á heildina er litiö. Þaö munu hafa veriö sælgætisframleiöendur sem fyrstir vöktu athygli á þvi aö bakarameisturum liöist aö fram- leiöa „sælgæti" án þess aö greiða áöurnefnd gjöld og töldu sælgætisframleiöendur þaö aö vonum mikið óréttlæti að fá ekki að sitja viö sama borö. Málið barst til Fjármálaráðuneytisins og skattayfirvalda í Reykjavík en síöan hefur lítiö veriö rætt um þessi mál opinberiega. Höfðu bakarameistarar hreint mjöl í pokahorninu? Hvert var svar sælgætisframleiðenda? Hvernig standa málin? Þaö kannar Frjáls verslun i dag? Bakarameisturum bertvímæla- laust aö skila inn skýrslum og standa skil á vörugjaldi og sölu- skatti af þeim vörum sem ekki eru undanþegnar þessu ákvæöi og teljast ekki matvara, sagöi Gunnar Hjartarson hjá Lands- sambandi iönaöarmanna er Frjáls verslun bar þessi mál undir hann. Gunnar sagði að á sinum tíma heföi rikisvaldiö ekki innheimt viðkomandi gjöld enda heföi brauðframleiðslan þá verið yfir- gnæfandi þáttur framleiðslunnar. Síöan heföi oröiö breyting á og málin veriö rædd upp á nýtt. — Þaö má hins vegar enda- laust deila um þaö hvaö telst matvara eöa ekki en þaö er samt ekkert réttlæti ef bakarar fram- leiöa vöru i samkeppni viö sæl- gæti og skáka i þvi skjólinu aö um matvöru sé aö ræöa, sagöi Gunnar Hjartarson. — Þessi vandræöi stafa fyrst og fremst af því aö allt er þetta flokkað sem brauövara. Þaö sem styrinn stendur um byrjaði sem aukageta hjá bakariunum en siö- an hefur þessari framleiöslu vax- iö fiskur um hrygg, sagöi Lárus Ögmundsson, hjá tekjudeild Fjár- málaráðuneytisins i samtali viö Frjálsa verslun. Aö sögn Lárusar hafa skatta- yfirvöld látiö máliö til sin taka en ekki kvaöst hann vita hvort áætl- að heföi verið á þá sem ekki skil- uðu skýrslum. Þaö væri hins veg- ar Ijóst aö yfirvöld þyrftu aö vera mjög vakandi i málum sem þess- um. En hafa bakarameistarar al- mennt skilað skýrslum og greitt vörugjaldiö og söluskattinn af þeim vörum sem greinilega falla undirreglugerðina? — Það hefur gengiö erfiðlega aö innheimta og bakarar hafa ekki viðurkennt aö um sælgæti sé aö ræöa. Nokkrir hafa þó gert skil en þaö er undantekning, sagöi Haraldur Árnason hjá Skattstofunni i Reykjavík er hann var spurður hvernig innheimtan gengi. Að sögn Haraldar hefur hann aöallega veriö aö eltast viö kók- osbollur og ýmis konar fram- leiöslu meö kókosmjöli og súkkulaöi, en svo langt heföi ver- iö gengiö aö farið hefði veriö meö vog á staðinn og hin umrædda súkkulaöiprósenta mæld. — Viö höfum kannski einblínt um of á á sælgætisiönaöinn en það er Ijóst aö bakarar geta ekki meö réttu flokkað þessi sætindi sem þeirframleiða undirmatvöru. Það er ófremdarástand ríkjandi í þessum efnum, og ég sé ekki fram á annað en ég verói aö hafa samband viö ráðuneytið. Regl- urnar eru samdar af þeim og fyrst ekki er unnt aö framfylgja þeim, er ekki um annað aö ræða en aö breyta þeim, sagöi Haraldur en samkvæmt upplýsingum hans er til talsverðs aö vinna fyrir bakara aö losna við vörugjaldiö og sölu- skattinn. Vörugjaldiö er 7% en á þaö leggst sérstakt tímabundið vörugjald sem nú er 24%. Þegar við bætist 24% söluskattur, er um álitlega upphæö að ræöa hjá hverjum framleiöenda á ári hverju. — En hvaö meö sælgætis- framleiöendurna sem selja súkkulaöikex i bútum sem mat- arkex? — Þaö er auðvitað álíka dæmi og þetta með bakarana en ég fæ ekki séö aö umbúðirnar eigi aö ráöa feröinni, sagöi Haraldur Árnason. — Þaö er eitt sem iðnrekendur gleyma gjarnan þegar þessi mál ber á góma en þaö er aö sælgæt- isiðnaðurinn tilheyrir fagi okkar bakarameistaranna, sagði Jón Víglundsson, bakarameistari i Árbæjarbakaríi i samtali viö Frjálsa verslun, er hann var inntur 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.