Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1985, Page 18

Frjáls verslun - 01.10.1985, Page 18
100 STÆRSTU FYRI - Hlé á „sigurg FRJÁLS VERSLUN birtir aö þessu sinni árlegan lista yfir 100 stærstu fyrirtæki landsins. Eins og venja hefur verið er heildar- velta þeirra látin ráða röðinni. Er það i samræmi við venju, sem tiðkast hjá viðskiptatimaritum um viða veröld. Annarsstaðar er rætt um tæknilega uppbyggingu listans og þær reglur, sem látnar eru gilda en í þessari grein skulum við skoða þróunina hvað varöarveltu islenskra fyrirtækja. Strax sker í augun, að velta bankanna hefur minnkaö árið 1984, miðað við íslenskar að- stæður. Ástæöan fyrir þessu er sú að árið 1984 var mun minni verðbólga en árið áður. Þar með dró úr veltuaukningu bankanna vegna minni hagnaðar þeirra af verðbótum af útistandandi lánsfé þeirra. Stærsti bankinn er eins og áður Landsbanki Ís- lands, sem nú er i fjórða sæti á listanum um stærstu fyrirtæki. Árið áður var hann í öðru sæti. Velta bankans minnkaði um 15,3% árið 1984, miðað við fyrra ár. Hið sama gildir um aðra banka og einnig um sparisjóö- ina. í fyrra var rætt um „sigur- göngu“ banka og sparisjóða upp listann um stærstu fyrirtæki. Einnig var þá i grein með lista- num um 100 stærstu fyrirtæki landsins sagt, „Það er þvi Ijóst að bankarnir voru reknir með ágætum hagnaði árið 1983.“ Hlé hefur nú orðið á þeirri sigur- göngu um hrið og jafnvel nokkur skref verið stigin aftur á bak. „Ágætur hagnaður" er einnig fyrir bi, i það minnsta um sinn. Árið 1984 var bankastarfsemi á islandi rekin með tapi. Ekki eru miklar breytingar á efstu sætunum á listanum árið 1984, frekar en fyrri ár. í efsta sæti er Samband islenskra sam- vinnufélaga að venju með 8,6 milljaröa veltu og 21,7% auk- ningu. Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna er í öðru sæti með rétta 5 milljarða veltu nær aftur sæti sinu, sem það missti árið 1982 til Landsbanka íslands. Sveiflurnar á útflutningsmörk- uðunum koma að venju mjög fram á lista Frjálsrar verslunar um stærstu fyrirtæki. Veltuaukn- ing Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna er 6,6%, Sölusamband islenskra fiskframleiðenda 12,6%. Aukin loðnuframleiösla og sala kemur skýrast fram hjá Sildarverksmiðjum rikisins sem eru að þessu sinni i 60. sæti list- ans eftir að hafa alveg horfið út af honum árið áöur. Veltu- aukning þeirra er hlutfallslega langmest allra fyrirtækja árið 1984, hvorki meira né minna en 2940,8%. Annað loðnudæmi er Fiskimjölsverksmiðjan í Vest- mannaeyjum hf„ sem situr nú í 70. sæti, eftir að hafa horfið út i ystu myrkur áriö áður. „Spútnik" listans um 100 stærstu fyrirtæki árið 1984, er þó fyrirtæki, sem þar hefur ekki veriö áður. Er það í 53. sæti er nýtt á lista en nafn þess er Fisk- afurðir hf. — P. Pétursson. Þar verður ekki annað séð en gamal- reyndir menn á nýjum vígstöðv- um hafa yfirtekið útflutning á lýsis- og feitmetisafurðum Blómatvi Ekki drýpur smjör af hverju strái í íslenskum atvinnurekstri, nú fremur en fyrri daginn. Listi Frjálsrar verslunar um 100 stærstu fyrirtæki ber þess glögg merki. Að þessu sinni, hefur sú nýjung verið tekin upp að rekstrarárangur 50 stærstu fyrir- tækjanna fyrir árið 1984 kemur fram á listanum. Þykja upplýs- 18
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.