Frjáls verslun - 01.10.1985, Blaðsíða 22
blóma íslenskra fyrirtækja, sem
öll eru annaðhvort rekin meö tapi
eöa þá alveg viö „núllpunktinn".
— Hvaö veldur? — Látum þeirri
spurningu ósvaraö á þessum
vettvangi en heldur viröist is-
lenskt atvinnulif illa i stakk búiö
til aö standa undir velmegun
landsmanna. i orði, i þaö
minnsta, eru þó flestir sammála
um aö atvinnulifiö, skulu vera
„traust og gott“, sé hin nauð-
synlega undirstaöa.
Opinber fyrirtæki, eins og
orkufyrirtækin og Póstur og simi
sýna þó þokkalegan rekstrar-
árangur áriö 1984. Ársreikningar
þeirra bera þó meö sér aö styrk-
ur þeirra er litill enda eru ekki
nema fáein misseri, síöan þeim
var flestum haldiö í úlfakreppu
verlagshafta, þannig aö til stór-
vandræða horfði.
Litum þá á tvö stórfyrirtæki,
sem bæöi sýna verulegan tölu-
legan hagnaö á islenskum mæli-
kvaröa. í fyrsta lagi Flugleiðir hf„
sem áriö 1984 voru meö 227,9
milljóna króna hagnað og is-
lenska járnblendifélagiö hf„ meö
132,2 milljónir króna hagnað.
Bæöi þessi félög áttu til
skamms tima viö mjög mikla
erfiðleika aö etja. Halli á rekstri
þeirra var mikill og svartsýnis-
menn spáöu þeim falli. Bæöi
hafa þau rétt út kútnum og þaö
verulega. En á hverju byggðist
sá hagnaður, sem varö á rekstri
þessara félaga i fyrra? Skoöum
þaö nánar. Svo vel ber i veiði, aö
stjórnendur Flugleiöa hf. og is-
lenska járnblendifélagsins gefa
út greinargóða ársreikninga, svo
auövelt er aö skoöa máliö nánar.
Meginhluti hagnaöar Flugleiöa
er vegna sölu eigna eöa um þaö
bil 172 milljónir af 227 milljón
króna hagnaöi alls. Vegna hagn-
aðar af rekstri islenska járn-
blendifélagsins hf. skulum viö
taka oröréttan kafla úr árs-
skýrslunni: „Hagnaöur ársins
varö allur til á siöari helmingi
þess. Þaö gefur tilefni til bjart-
sýni 1985, ef markaðsverð helst í
horfinn. Þó ber aö hafa í huga, aö
þessi hagnaður áiraun rætur aö
rekja til umtalsverðrar lækkunar
fjármagnskostnaðar og hag-
stæös orkuverös.“
Hér skal aö sjálfsögðu á
engan hátt gert litið úr þvi aö
bæöi þau félög, sem viö ræöum
um hafa stórbætt rekstraraf-
komu sina. Annað þeirra, is-
lenska járnblendifélagið hf. meö
þvi aö tifalda hlutafé sitt úr
rúmlega 60 milljónum i rúmlega
600 milljónir króna. Nokkuð, sem
fæst islensk fyrirtæki eiga kost
á. Hitt félagið, Flugleiðir hf. selur
eignir og bætir meö þvi stööu
sina, auk annara þeirra aðgeröa,
sem ráöist hefur veriö i á undan-
förnum misserum.
Dæmiö um þessi tvö islensku
stórfyrirtæki, sem þó sýna um-
talsverðan hagnaö í fyrra sýnir
þaö Ijóslega, aö þessi hagnaður
þeirra er mjög óviss til lengdar.
Bæöi eru þau háö sveiflum á al-
þjóðamarkaöi, sem eru algjör-
lega utan þeirra áhrifasviös.
Styrk staða þeirra innanlands
eöa möguleikar þess aö skapa
sér styrka stöðu með aðgerðum
hér á landi er þvi mjög Ijós.
Raunar eru öll islensk fyrir-
tæki, sem einhverju máli skipta
mjög háö alþjóðasveiflum. Til aö
hafa einhverja möguleika til aö
standast þær þurfa islensk fyrir-
tæki aö hafa innlendar aöstæöur
sér i hag. Svo hefur ekki verið og
því er atvinnulífið hér á landi eins
og strá i vindi.
Nokkur þeirra fyrirtækja, sem
eru i hópi hinna 50 stærstu eru
meö 0 í rekstrarniöurstöðu. Hér
er um aö ræða hin stóru sölu-
samtök fiskframleiðenda og
einnig sölu og framleiðslufyrir-
tæki landbúnaðarins. Þessi fyrir-
tæki, sem i raun eru rekin, sem
samvinnufélög hafa þaö ákvæöi i
lögum sinum aö allur hagnaöur,
sem myndast kann viö rekstur-
inn, á aö renna aftur til meðlima
félaganna. Árangur rekstursins
eöa mismunur hans á milli ára
sést því ekki af rekstrarniður-
stöðunni, þó hinsvegar félag-
arnir i hinum einstöku sölu- eöa
framleiðslusamvinnufélögum
telji sig ráöa hann af sölu- eöa
framleiösluveröi.
Slakur rekstrarárangur bank-
anna, vekur athygli ekki sist þar
sem hagur þeirra virtist meö
miklum blóma árið áður. Enginn
bankanna kemur út meö hagnaö,
sem neinu nemi áriö 1984.
Landsbankinn sá stærsti þeirra
tapar 9,3 milljónum, Búnaðar-
bankinn rétt slefar yfir núllið og
Útvegsbankinn er meö rúmlega
31 milljóna kr. tap. Léleg rekstr-
arafkoma peningastofnana
kemur þó enn frekar fram á
rekstri stóru sparisjóðanna, sem
eru aftar á listanum en vegna
minni veltu þeirra en bankanna
er tap þeirra hlutfallslega meira.
Freistandi er aö leiöa aö þvi get-
um aö aukin samkeppni bank-
anna valdi aö nokkru lakari
rekstrarútkomu peningastofn-
anna árió 1984 en 1983. Um þaö
skal þó ekki fullyrt hér en sá
þáttur mun vafalaust sýna sig á
næsta lista.
Gengisfelling islensku krón-
unnar i nóvember 1984 setur
mark sitt á listann um stærstu
fyrirtæki eins og aö likum lætur.
Dæmi um þaö er afkoma tveggja
fyrirtækja þar sem annað sýnir
hagnaö en hitt tap. Sildar-
vinnslan hf. á Neskaupstað
tapaöi áriö 1984 94,8 milljónum
kr. Stór hluti þess mun hafa staf-
aö af þvi aö mestur hluti fram-
leiddra afurða var seldur á eldra
gengi. Siöan, þegar gert er upp
um áramót reiknast skuldir fyrir-
tækisins upp á nýja genginu.
Gengistapiö vagna þess
speglast siöan i áöurnefndu tapi.
Hitt fyrirtækiö er Húsasmiðjan
hf. i Reykjavik, sem er i 48. sæti á
listanum yfir stærstu fyrirtækin.
Bygginga- og byggingavörufyrir-
tæki munu vera meö mest af
vörubirgðum sinum á erlendum
lánum. Fyrirhyggju forráöa-
manna Húsasmiðjunnar hf„
vegna var dregiö mjög úr inn-
kaupum á siðari hluta ársins
1984. Birgöir, sem fjármagnaðar
voru meö erlendum lánum voru
því hlutfallslega litlar hjá fyrir-
tækinu, þegar nóvembergengis-
lækkunin reiö yfir. Hagnaöur
Húsasmiöjunnar hf. áriö 1984
var 65,4 milljónir króna.
Viö munum ekki fjalla frekar
22