Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1985, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.10.1985, Blaðsíða 23
um þær upplýsingar, sem birtast á lista Frjálsrar verslunar um hagnað og tap fyrirtækja. Það skal undirstrikað að góðar við- tökur sem fengust við tilmælum um upplýsingar um rekstrar- niðurstöðu islenskra fyrirtækja verður hvatning til frekari dáöa á þessum vettvangi. Þeir, sem aö listanum standa gera sér manna best Ijóst, að hann má endur- bæta mikið. Til dæmis mundu upplýsingar um rekstrarniður- stöðu fyrirtækja verða mun gagnlegri og fróðlegri ef fram kæmi hlutfall hagnaöar eða taps af eigin fé eða hlutafé, svo eitthvað sé nefnt, sem æskilegt væri að bæta við listann. T skýringar Uppröðun eftir svokallaðri veltu á listanum yfir stærstu fyrirtæki hefur verið gagnrýnd nokkuð af ýmsum þeim sem við höfunda listans hafa rætt. Einkum hefur verið gagnrýnt að mismunandi tegundum rekstrar er þar blandað saman og fyrir- tækjum siðan raðað upp á list- ann eftir veltu þeirra, sem þó er ekki með öllu sambærileg. Þessi gagnrýni á nokkru rétt á sér. Hún byggir þó á þvi aö listinn yfir stærstu fyrirtæki sé meira „fræðiplagg“ en hægt er að gera ráð fyrir. Stærð fyrirtækja og um- fang rekstrar þeirra verður aldrei fundið af eini einstakri krónu- tölustærð, né öðrum tölulegum upplýsingum. Listinn yfir stærstu fyrirtæki, sem um árabil hefur birst i Frjálsri verslun gefur þó miklar og gagnlegar visbend- ingar i þá áttina. Listinn er sjálfur góð sönnun þess. Listinn yfir stærstu fyrirtæki, sem birtist i Frjálsri verslun er byggður á samskonar upplýs- ingum og fram koma i sambæri- legum listum erlendis. Höfundar hans telja að af þeim upplýs- ingum sem fást um fyrirtæki og fyrirtækjahópa megi hafa mikið gagnogfræöslu. Að þessu sinni bætast við tvennskonar nýjar upplýsingar á lista Frjálsrar verslunar um stærstu fyrirtæki. I fyrsta lagi þá er nú gefin upp sú hlutfallsleg breyting, sem oröið hefur á veltu fyrirtækjanna frá fyrra ári. Eru það vissulega fróðlegar upplýs- ingar og segja meira en mörg orð um þróun islenskra efnahags og atvinnumála. i öðru lagi er nú i fyrsta skipti hafin birting talna um HAGNAÐ/TAP einstrakra fyrirtækja. Hvorug þessara nýjunga þarfnast mikilla skýringa við. Breyting á veltu i prósentum skýrir sig sjálf og tölur um hagnaö eöa tap af rekstri fara eftir upplýsingum i reikningum viðkomandi fyrirtækja, sem i flestum tilvikum eru endurskoö- aðir af löggiltum sérfræðingum. Við gerð listans um stærstu fyrirtæki hefur verið fylgt þeirri reglu að telja veltu fyrirtækja brúttótekjur þeirra, það er heildartekjur áður en nokkur kostnaður eða umboðslaun eru dregin frá. Að sjálfsögðu er þarna um mismunandi stofntölur að ræða, allt eftir þvi hvers eölis reksturinn er. Varöandi venjuleg verslunar og iðnfyrirtæki þarf ekki að fara fleiri orðum. Kaupfélög fylla i rauninni sama flokkinn, þó eru þau með margháttaðan atvinnu- rekstur annan, sem leggst ofan á veltu þeirra. Má þar nefna slátur- húsarekstur, útgerð og fisk- vinnslu. Útgerðarfyrirtæki og fyrirtæki, sem stunda fiskvinnslu eru oft nokkuð blönduö í rekstri. Sum fyrirtækin stunda bæöi útgerð og fiskvinnslu. í þeim tilfellum hefur aflaverðmæti skipanna veriö lagt við framleiðsluverðmæti afurð- anna i fiskvinnslunni. Velta sparisjóöa og banka er talin brúttó vaxtatekjur auk verð- bóta þeirra. Tryggingarfélög eru reiknuð eftir bókfærðum iðgjöld- um ársins. I báðum þessum til- vikum eru notaðar sambærilegar tölur, þannig að upplýsingar eru sambærilegar. Fyrirtæki sem standa i útflutn- ingi, einkum sjávarafurða, eru talin hafa þá veltu, sem nemur útflutningsverömæli þeirra afurða, sem þau hafa flutt út á vegum umbjóðenda sinna. Á listanum yfir stærstu fyrir- tæki landsins, sem hér birtist i Frjálsri verslun, tákna tölurnar i svigum stöðu fyrirtækjanna á siöasta lista Frjálsrar verslunar, sem birtist fyrirári. Slysatrggðar vinnuvikur eru hugtak, sem almannatryggingar hafa látiö i té, og með þvi að deila með 52 vikum ársins i tryggðar vinnuvikur fæst meðalmanna- hald viðkomandi fyrirtækja. Heildarlaun fyrirtækja eru gefin upp i milljónum króna og meðal- laun starfsmanna i þúsundum króna. Hið síðast nefnda er fundið með þvi að deila með starfsmannafjölda upp i heilda- launagreiðslur. Rekstrarniðurstaða eða hagnaður/tap er byggð á upp- lýsingum úr ársskýrslum fyrir- tækja, upplýsingum forráða- manna þeirra eða opinberum upplýsingum Bankaeftirlits og Tryggingaeftirlits. Þær munu að flestu leiti vera sambærilegar. Þó mun nokkuð vera á reiki, hvort eignaskattur fyrirtækjanna er dreginn frá áður en hagnaðar- talan er fundin. Stafar það af þvi að samkvæmt skattalögum mun eignarskattur ekki frádráttarbær en engu að siður gjaldaliður fyrirtækja, sem ýmsir kjósa að draga frá áður en þeir telja rétta rekstrarniðurstööu fengna. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.