Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1985, Page 63

Frjáls verslun - 01.10.1985, Page 63
komið á móti í þeim mæli sem ætlað var. Þar liggur fjárfesting sem við þurfum aö borga af, en fáum ekkert fyrir. Þetta er liklega stærsti þátturinn i erlendum lán- tökum. Hér verður aö staldra við, rétt eins og gert var með fiski- skipaflotann, en þar er offjárfest- ingin að jafna sig. Sennilega er lika um yfirfjárfestingu að ræöa i landbúnaði og fiskiðnaði, en þaö sem mér sýninst nú vera að koma upp, er yfirfjárfesting i verslun, einkum hér á Reykjavik- ursvæðinu. Hún á eftir að segja til sin og nú fara þar að koma fram erfiðleikar sem hingað til hafa verið að plaga hinn almenna launamann og þegar eru farin að sjást merki um það,“ sagði Björn. „Óvist er hvernig úr þeim kjarasamningum rætist sem nú eru fyrir höndum. Ég á ekki von á þvi aö verkalýðshreyfingin hugsi sér að stökkva i einu stökki alla leið aö einhverjum óskakaup- mætti fyrri ára. Verkalýðshreyf- ingin gerir sér grein fyrir því aö þangaö veröur ekki farið i einu stökki. Hins vegar ætlast hreyf- ingin til þess aö kaupmáttur geti batnað i einhverjum áföngum og samið verði um tryggingu fyrir þvi að sá kaupmáttur haldist. Grundvöllur þess að unnt sé að bæta kaupmátt verulega er sá að atvinnureksturinn gangi blómlega, en þaö mun hann ekki gera nama snúið verði frá þvi stefnuleysi sem er i fjárfesting- unni hér, i nær öllum greinum at- vinnurekstrarins. Það er eitt þýð- ingarmesta atriðið að fjármagn fari einungis til þeirra hluta sem skila arði. Það er alveg Ijóst að þýðingar- laust er fyrir vinnuveitendur og launþega að gera samninga sin á milli nema að rikisvaldið taki ábyrgð á þeim samningum i ein- hverri mynd, þvi eins og dæmin sanna er fljótlegt aö setja lög til að ógilda samninga. Það er Ijóst að ríkisstjórnin verður að vera ábyrg geröa sinna á þessu sviði. Ég vona að það takist i kom- andi samningum að semja af einhverju viti, þannig að skref verði tekið i þá átt að auka kaup- máttinn. Þar á ég fyrst og fremst við það, að það verði að tryggja þeim sem ekki hafa notið launa- skriðs, einhverskonar uppbót á sin kjör, þannig að takast megi að jafna munin á milli þeirra sem launaskriðs hafa notið og hinna sem ekki njóta ekki,“ sagði Björn Þórhallsson að lokum. Óttast að ekki verði tekist á við vandann — segir Gunnar J. Fríðriksson formaður VSÍ „EFNAHAGSÁSTANDIÐ markast verulega af gengis- þróun dollarsins sem hefur ver- ið nær óbreytt allt árið, en þaö er sá gjaldmiðill sem við fáum greitt í fyrir okkar útflutning. Á sama tíma hafa aðföng hækk- að, því uppistaða þeirra er inn- flutningur frá Evrópulöndum og gjaldmiðill þeirra hefur hækkað verulega, eða um 17% á þessu ári. Á sama tíma hefur dollarinn staöið í stað,“ sagði Gunnar J. Friðriksson, formaður stjórnar Vinnuveitendasambands ís- lands i samtali við Frjálsa verzlun. „Þróun verðlags hér innan- lands hefur á sama tima verið þannig að verðlag hefur hækkað um allt að 30%, þannig að þaö gefur auga leið að þessi tekju- skerðing sem orðið hefur vegna falls dollarsins og lakari við- skiptakjara vegna hækkaðs gengis á helstu innflutningsvör- um, er gífurleg. Við höfum skotið á það að sú upphæð gæti numið allt að 4 milljörðum. Að vísu hafa nokkrar verðhækkanir á útflutn- ingsvörum komið þarna á móti, en það vegur ekki þennan mun upp. Tekjutap af útflutningi og hærra verð á innflutningi nemur þessari upphæð. Þetta hefur auðvitað alvarleg áhrif á stöðu einstakra fyrritækja og atvinnu- rekstrarins i heild og með hlið- sjón af þessum aðstæðum er alveg Ijóst aö ekkert svigrúm verður til þess að auka kaup- mátt launa og ég sé ekki í hendi mér hvernig þetta getur haldið áfram. Það er þegar farið að hrikta i,“ sagöi Gunnar. „Segja má að þaö hafi verið einstaklingar sem fyrstir fundu fyrir áhrifunum af verðbólgunni, þegar öll lán höfðu verið bundin vísitölu eða gengi. Nú eru fyrir- tækin farin aö finna fyrir þessu, þannig að ég óttast það að at- vinnuástandið eftir áramót verði ekki mjög glæsilegt. Hvað verðóólguna áhrærir, þá ræðst hún af ástandi ríkisfjár- mála. Ef haldið verður áfram á 63
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.