Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1987, Qupperneq 7

Frjáls verslun - 01.07.1987, Qupperneq 7
Frjáls verslun Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Kjartan Stefánsson LJÓSMYNDIR: Grímur Bjarnason Gunnar Gunnarsson Kristján Einarsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir ÚTGEFANDI: Frjálst framtak hf. Tímaritið ergefið út í samvinnu við samtök í verslun og viðskiptum SKRIFSTOFAOG AFGREIÐSLA: Ármúli 18, sími 82300 Auglýsingasími 31661 RITSTJÓRN: Bíldshöfði 18, sími 685380 STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson AÐALRITSTJÓRI: Steinar J. Lúðvíksson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Halldóra Viktorsdóttir ÁSKRIFTARVERÐ: 1155 kr. 4 blöð (eintak í áskrift 288,75 kr.) LAUSASÖLUVERÐ: 319 kr. SETNING, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentstofa G. Benediktssonar LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni ogmyndir. Ritstjórnargrein Meiri og betri upplýsingar Þetta tölublað er helgað árlegum lista Frjálsrar verslunar um 100 stærstu fyrirtækin á Islandi. Listinn birtist nokkru fyrr en venja hefur verið til. Af ýmsum ástæðum hefur listinn verið birtur í síð- asta tölublaði hvers árs sem þýðir að upplýsingarnar eru að verða árs gamlar og stutt í að þær missi gildi sitt. Að þessu sinni er birtingu listans flýtt um eitt tölublað og eykur það gildi listans. Vonandi verður hægt að gera betur næst. Á síðasta ári voru gerðar veigamiklar endurbætur á listanum. Þá voru birtar upplýsingar um nálægt 1000 fyrirtækjum bæði á aðal- lista og ýmsum sérlistum. Fyrirtækjunum var þá fjölgað úr 400 frá árinu áður auk þess sem miklu fleiri upplýsingar birtust um hvert fyrirtæki. Einnig voru birtir nýir sérlistar um afkomu fyrirtækja sem mikill fengur var af. Listinn er með svipuðu sniði í ár en nú birtast upplýsingar um milli 1300 og 1400 fyrirtæki. Fyrirtækjalisti Frjálsrar verslunar er mikilvæg heimild um ís- lensk fyrirtæki og íslenskt atvinnulíf. Gildi listans vex eftir því sem upplýsingar um hvert fyrirtæki verða fyllri og eftir því sem listinn birtist oftar og hægt verður að bera saman tölur yfir nokkurra ára tímabil. Nýir sérlistar á næstu árum verða eflaust af því tagi. Á síðasta ári var farið inn á þá braut að birta ítarlegri upplýsingar um rekstur og efnahag fyrirtækja en áður. Slíkar upplýsingar fást yfirleitt ekki í opinberum gögnum og varð því að treysta á jákvæð viðbrögð forsvarsmanna fyrirtækjanna. Yfirleitt brugðu menn mjög vel við og gáfu upplýsingar um atriði sem fyrir nokkrum árum hefðu verið talin „einkamál“ fyrirtækisins svo sem hagnað, eigið fé o.s.frv. I ár eru enn fleiri sem gefa upplýsingar af þessu tagi. Stjórnendur fyrirtækja gera sér æ betur grein fyrir því að miðlun upplýsinga er mikilvægur þáttur í starfsemi hvers fyrirtækis. Nú þegar unnið er að undirbúningi hlutabréfamarkaðar er ekki seinna vænna fyrir menn að venja sig við þá tilhugsun að þeir þurfi að gefa upp ýmsar upplýsingar sem jafnvel hafa hingað til verið taldar viðkvæmar fyrir fyrirtækin. Listinn yfir hundrað stærstu fyrirtækin er í stöðugri þróun og endurskoðun. Markmiðið er að þjóna viðskiptalífinu og lesendum Frjálsrar verslunar með því að veita áhugaverðar upplýsingar. Mjög miklar endurbætur hafa verið gerðar á listanum á síðustu árum en að sjálfsögðu má alltaf gera betur og að því er stefnt. Lesendur blaðsins eru því hvattir til þess að láta í sér heyra ef þeim finnst að eitthvað megi betur fara við gerð og framsetningu listans. 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.