Frjáls verslun - 01.07.1987, Page 14
Ríki og bær víða með
puttana
Við gerð lista um stærstu fyrirtæki
hér á landi er gjörsamlega út í hött að
skipta þeim upp í opinber fyrirtæki,
einkafyrirtæki, samvinnufyrirtæki og
fleira af slíku tagi. Islensku atvinnu-
og efnahagslífi er þannig háttað, eins
og eflaust víðast hvar í heiminum, að
ríki og sveitarfélög eru með fingurna
„út um allt“, kannski víðar en margir
telja rétt vera. Ef við höldum áfram
með dæmin tvö, um ÁTVR og Ríkis-
útvarpið, skýrist þetta vel.
ÁTVR er verslunarfyrirtæki, sem
flytur inn áfengi og tóbak samkvæmt
sérstökum lögum. Fyrir nokkrum ár-
um flutti þetta fyrirtæki inn enn fleiri
vörutegundir á grundvelli einhverra
laga. Má þar nefna eldspýtur og ilm-
vötn. Vissulega gæti ríkisvaldinu
dottið í hug að setja lög um einkasölu
á hvaða vörutegund sem er og hefur
raunar gert það. Innflutningur á bílum
var þannig einkasala, einnig útvarps-
viðtæki og fleira mætti nefna.
Dráttarklárar
tekjukerfis ríkisins
Staðreyndin er sú að þetta opin-
bera fyrirtæki, ÁTVR, er í beinni og
óbeinni samkeppni við önnur mat-
væla- og drykkjarvörufyrirtæki og í
sjálfu sér skiptir litlu máli hvemig
eignarhaldi á fyrirtækinu er háttað.
Um hlutverk fyrirtækja í skattheimtu
er það að segja að þar er hlutur ÁTVR
óvenju stór. Hinsvegar gildir það
einnig um mörg önnur fyrirtæki.
Bestu dæmin þar um eru olíufélögin.
Hlutur ríkisins í bensínverði mun nú
vera um 70%. Staðreyndin er sú að
öll fyrirtæki á íslandi eru dráttarklár-
ar í skatta- og tolltekjukerfi ríkisins og
ráða engu um það sjálf, hversu þunga
byrði þau skulu draga.
Eignarhald
Skilningur á því að Ríkisútvarpið
eigi heima inni á lista yfir stærstu
fyrirtæki vaknaði raunar ekki fyrr en
við setningu nýrra laga um frjálsan
útvarpsrekstur. Þar er Ríkisútvarpið
nú orðið aðeins eitt fyrirtæki af mörg-
um sem biðlar til augna og eyrna.
Öll einkafyrirtæki geta orðið opin-
ber fyrirtæki ef löggjafinn ákveður
svo. Fæst af svokölluðum opinberu
fyrirtækjum þurfa hinsvegar að vera í
ríkisrekstri. Með einfaldri lagasetn-
ingu eða jafnvel aðeins pólitískri
ákvörðun geta þau orðið einkafyrir-
tæki, eins og dæmin sanna og sjá má á
listunum hér á eftir. Dæmi um það
eru t.d. Jarðboranir hf. og Sigló hf. Þá
hafa fyrirtæki eins og Skýrsluvélar
ríkisins og Reykjavíkurborgar, Vé-
lamiðstöð Reykjavíkurborgar og
Húsatryggingar Reykjavíkur þróast í
þá átt að verða þjónustufyrirtæki í
beinni samkeppni við önnur samskon-
ar fyrirtæki í einkaeign. Fleiri dæmi
mætti nefna í þessa veruna.
Klæðningarstál
sem VÖRN er í.
groJto
er litaöa klæöningarstáliö
meö tvöföldu acrylhúöinni.
^ er framleitt meó erfiöustu aóstæöur
”=== í huga, sumar, vetur, vor og haust.
er fáanlegt í sér lengdum eftir
....... óskum kaupandans.
fylgihlutir fáanlegir.
gXO-ko stálkjarninn
er 0,5 mm.
Gerió samanburö
á verói
EINKALEYFIA ÍSLANDI
VÍRNETf
BORGARNESI - SÍMI 93-71296
14