Frjáls verslun - 01.07.1987, Page 66
Ferðaskrifstofan Útsýn:
S/36 í beinlínuteng-
ingu við ALEX
Ferðaskrifstofan LJtsýn hefur nýtt
sér tengimöguleika S/36 á skemmtileg-
an hátt, þar sem vélin teygir anga sína
inn á ALEX-pantakerfi Flugleiða. S/36
vél Útsýnar er tengd gagnaflutnings-
neti Pósts og síma með x.25. í hvert
sinn sem notandi gefur vélinni
ákveðna skipun nær hún sjálfkrafa
sambandi við ALEX og notandinn get-
ur hafist handa. Allt að 16 notendur
geta á þennan hátt unnið samtímis í
ALEX og allir notendur S/36 geta not-
fært sér þessa tengingu.
Tenging sem þessi einskorðast að
sjálfsögðu ekki við tengingu inn á
ALEX, heldur kemur hún til greina í
hvers kyns tengingum við aðrar vélar,
þar sem gert er ráð fyrir asynchronous
ASCII skjá hjá notandanum. Petta er
til dæmis tilfellið í tengingum við
ýmsa gagnabanka erlendis.
Pað er mikil hagræðing að geta set-
ið við sinn eigin S/36 skjá og leitað
upplýsinga inn á alls óskyldar vélar
og ef viðeigandi búnaður er fyrir
hendi, haft upplýsingar úr fleiri en
einu kerfi á skjánum í einu. Petta
þekkja þeir sem vinna hjá ferðaskrif-
stofum vel og má búast við skjótri út-
breiðslu á þessari lausn.
1. tbl. - 1. árg. 1987
Útgefandi: IBM á íslandi
Skaftahlíð 24,105 Reykjavík
Abyrgðarmaður: Gunnar M.
Hansson forstjóri
Efnisstjóri: Friðrik
Friðriksson
f ramkvæmdastj óri
Umsjón: Kynning og
Markaður — KOM h.f.
Fjölmiðlum er frjálst að nota
efni úr blaðinu í heild sinni
eða að hluta, en eru þá
vinsamlegast beðnir að geta
heimildar.
Bergsveinn Þórarinsson kerfisfræðingur
hjá IBM fyrir miðju og Dagný Halldórs-
dóttir rafmagnsverkfræðingur, einnig hjá
IBM, en þau unnu að breytingunum á
tölvukerfinu, og Haukur Hannesson aðal-
bókari Útsýnar.
Nýir möguleikar
með geisladiski
í hverjum mánuði bætast við
möguleikar á nýjum verkefnum og
lausnum fyrir PS/2 vélina. Pað nýjasta
er möguleiki á að geyma gögn í stórum
stíl á geisladiski (opitical disk). Geisla-
diskurinn gefur möguleika á allt að
200MB af gögnum. Pessa diska má
skipta um eins og hljómplötu, en sú
tækni sem er notuð nefnist einritun-
marglestur (write-one-read-many).
Með geisladisknum og lesara (scann-
er) opnast miklir möguleikar til dæmis
á spítölum og bókasöfnum, þar sem
mikið magn af upplýsingum er geymt.
Einn geisladiskur rúmar þjóðskrána
3-4 sinnum. Hvað ætli þjóðskráin sé
geymd á mörgum fermetrum á Hag-
stofunni?
Ennfremur er von á PS/2 tölvum
með litlum afgreiðsluskjám fyrir úti-
bú, afgreiðslustaði banka, tryggingar-
fyrirtækja og jafnvel bensínstöðva svo
eitthvað sé nefnt.
IBM-tókahringnet hjá
Stjórnunarfélagi íslands
IBM-tókahringnet hefur verið sett upp
hjá Stjórnunarfélagi íslands og tengj-
ast því 7 PC vélar og fljótlega 7 PS/2
vélar. í þessari uppsetningu er S/36
notuð sem diska- og prent-„server"
fyrir PC/PS umhverfið. Gefst PC/PS
notandanum þá kostur á að geyma
forritin sín og skrárnar á afkastamikl-
um diskum S/36 vélarinnar. Gögn,
sem PC/PS notandinn geymir á þenn-
an hátt getur hann nýtt með öðrum
eða átt út af fyrir sig.
Uppsetning sem þessi er mjög
hentug í kennslu á PC/PS þar sem allir
PC/PS notendur hafa greiðan aðgang
að sömu forritum og gögnum á disk-
um S/36 vélarinnar. PC/PS notandinn
verður ekki var við að í raun sé hann
að vinna á diskum S/36 vélarinnar. Á
PC/PS vélina bætist einungis við auka-
diskadrif, t.d. „F", sem hann með-
höndlar á sama hátt og önnur drif á
vélinni. Pessa viðbótar PC-diska geta
notendur svo ýmist haft sameiginleg-
an aðgang að, eða takmarkað hann allt
niður í einn notanda. Svipuðu máli
gegnir um PC/PS útprentun. Notand-
inn meðhöndlar sinn PC/PS-prentara
eins og hann er vanur, en með
ákveðnum skilgreiningum má ráða
Hjá Stjórnunarfélagi íslands eru nú 14 PC
og PS/2 vélar, sjö af hvorri gerð.
því á hvaða prentara verður í raun
prentað út á. Sá prentari getur þá ým-
ist verið S/36 prentari eða prentari á
einhverjum PC/PS á netinu.
Hraðinn á tókahringnetinu er 4
megabitar á sekúndu og gengur því
allur gagnaflutningur um það mjög
hratt. Til að skapa þetta umhverfi á
netinu er notað forritið PC Support/
36. Auk þess að víkka PC/PS umhverf-
ið á þann hátt sem hér hefur verið lýst,
gefur það PC/PS notandanum einnig
möguleika á að vinna í skjávinnslu á
S/36 vélinni.