Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1987, Qupperneq 120

Frjáls verslun - 01.07.1987, Qupperneq 120
Bréf frá útgefanda • Blikur á lofti Undanfarin niisseri hafa verið tími mikillar þenslu á Islandi. A flestum sviðum þjóðlífsins hefur verið uppgangur, eftirspurn eftir vinnuafli hefur verið meiri en framboð og samkvæmt opinberum upplýsingum hefur verið um töluverða kaupmáttaraukningu að ræða þegar á heildina er litið. Upp og niðursveiflur virðast vera eðli íslensks þjóðfélags og koma sveiflurnar með reglulegu millibili. Oft hafa þær orsakast af utanaðkomandi aðstæðum. Utflutningur Islendinga er mjög einhæfur og því efnahagskerfið viðkæmt fyrir minnstu breytingum sem verða á útflutningsmörkuðum okkar. En það hefur líka verið séríslenskt einkenni að hér innanlands hefur verið tilheig- ing til þess að herða á umræddum efnahagssveiflum. A uppgangstímunum hafa allir tekið þátt í dansinum og ekki síst hið opinbera sem þá hefur venjulega aukið framkvæmdir sínar, sótt ákaft inn á peningamarkaðinn og aukið þannig þennsluna. Þegar verr árar hefur það hins vegar verið tilhneig- ing að mála allt svörtum litum og fyllast hálfgerðri bölsýni. Gamall íslenskur málsháttur segir að það þurfi sterk bein til þess að þola góða daga. Þetta hefur sannast á okkur Islendingum. Þrátt fyrir vitneskju um það lögmál um efnahagslegar uppsveiflur og niðursveiflur sem virðist ríkja hér hefur okkur ekki enn lærst að beita stjórnun hér heima til þess að draga úr sveiflunum. Á feitu árunum er ekki lagt fyrir til mörgru áranna nema síður sé. Á tímum hinnar svokölluðu viðreisnarstjórnar var vissulega gerð mjög athyglisverð tilraun til slíks er verðjöfnunarsjóður sjávarútvegs- ins var settur á fót. Þá átti að leggja í sjóð þegar vel áraði og nota í mögru árunum. Flestum mun kunnugt um hvernig sá sjóður tapaði gildi sínu fljótlega og missti í raun tilgang sinn. Eftir mikil uppgangsár að undanförnu vekur það ugg að skuldasöfnun Islendinga erlendis hefur verið gífurleg og nokkur hluti þess lánsfjármagns hefur verið notaður beinlínis til neyslu hér innanlands en þó ekki síst til fjármögnunar ríkisframkvæmda. Vissulega er oft þörf á slíkri lántöku. Islendingar eru tvímælalaust á eftir með margar framkvæmdir enda höfum við verið að gera það á tiltölulega fáum áratugum sem aðrar þjóðir hafa verið árhundruð að framkvæma. Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt að komandi kynslóð taki þátt í nauðsynlegum framkvæmdum með afborgunum af lánum sem núkynslóðin tekur. En oft er betra minna og jafnara. Á þenslutímum í þjóðfélaginu ætti það að vera eitt af stjórntækjum ríkisvaldsins að draga úr framkvæmdum sínum og eftirláta hinu almenna atvinnulífi vinnuaflið og vera fremur í stakk búið til þess að gera meira þegar verr árar og kalla þá vinnuaflið til sín. Nú eru á lofti alvarlegar blikur í efnahagslífinu og þykir ljóst að þjóðar- framleiðslan muni dragast saman á næsta ári a.m.k. ef haldið verður aftur af þeirri sókn á fiskimiðunum sem verið hefur. Þegar svo horfir er því nauð- synlegt að setja markið ekki hærra en raunveruleikinn leyfir. Átök á vinnu- markaðinum geta orðið til þess að auka enn á erfiðleikana, en því miður virðast horfur á þeim nú þegar þessar línur eru skrifaðar. Vitanlega verður alltaf deilt um hvernig skipta eigi því sem til skiptanna er og vel getur verið að hingað til hafi ekki verið skipt svo sem skynsamlegast hefði verið en þegar á að fara að deila því á milli sem ekki er raunverulega til er ekki von á góðu. Þótt ef til vill liggi ekki fyrir tölulegar staðreyndir um það hvert sú velferð sem verið hefur á Islandi undanfarin ár hafi runnið er þó ekki út í bláinn að segja að hún hafi fyrst og fremst skilað sér sem almenn kaupmátt- araukning. I kjölfar þess hefur svo orðið umtalsverð veltuaukning hjá fjöl- mörgum fyrirtækjum en rekstrarleg niðurstaða þeirra er hins vegar svipuð og áður. Eins og fram kemur í upplýsingum Frjálsrar verslunar um stöðu íslenskra fyrirtækja í þessu blaði eru það tiltölulega fá fyrirtæki sem skila einhverjum arði. 120
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.