Frjáls verslun - 01.07.1993, Blaðsíða 49
Elísabet Bretadrottning er 9. ríkust í heiminum og auðugust allra kvenna. Eignir: 562 milljarðar ísl. króna.
3.
MARS-FJÖLSKYLDAN
í þriðja sæti er Mars-fjölskyldan í
Bandaríkjunum sem þekktust er fyrir
sælgætis- og matvælaframleiðslu
sína. Hún „fitnar“ vel, auður hennar
jókst um 1 milljarð dollara (72 millj-
arða króna) á síðasta ári. Fjölskyldan
á Mars fyrirtækið að fullu en undir
það heyra M&M/Mars, Uncle Ben’s
Rice, Pedigree pet food og Mars
Electronics. Fjölskyldufaðirinn, For-
rest Mars, er háaldraður eða 89 ára.
Hann á tvo syni og eina dóttur sem
huga vel að eignum fyrirtækisins. Þau
eru á aldrinum 53 til 61 árs.
4.
MORI-BRÆÐUR í JAPAN
í fjórða sæti eru Mori-bræður í Jap-
an, Minoru og Akira, ríkustu menn
Japans. Auður þeirra kemur frá bygg-
ingaframkvæmdum, sölu fasteigna og
húsaleigu. Þeir eiga hið þekkta fyrir-
tæki Mori Building Co. Bakslagið í
japönsku efnahagslífi undanfarin tvö
ár hefur komið við þá, auður þeirra
hefur minnkað um 1 milljarð dollara.
Bræðurnir erfðu gífurlegan auð eftir
föður þeirra, Taikichiro, sem átti
mjög verðmætar lóðir og fasteignir í
miðborgTókýó. Eldribróðirinn, Min-
oru, býr annað slagið í einni íbúða
þeirra í fjölbýlishúsi. Um ástæðuna
hefur hann sagt: „Þannig skil ég betur
hvað leigjendur þarfnast mest.“
5.
NEWHOUSE-FJÖLSKYLDAN
Fimmta sætið fer til Bandaríkj-
TÍU RÍKUSTU
1. Haji Hassanal, 6. Fahd konungur
soldáninn af Brunei. í Saudi Arabíu.
2. WaHon-fjölskyldan, 7. Jolm Werner Kluge,
Bandaríkjunum. Bandartkjunum.
3. Mars-fjölskyldan, 8. Rausing-bræður,
Bandaríkjunum. Englandi.
4. Mori-bræður 9. Elísabet,
í japan. Bretadrottning.
5. Newhouse-fjölsk\/ldan, 10. Takenaka
Bandaríkjunum. t Japan.
49