Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1993, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.07.1993, Blaðsíða 5
RITSTJORAGREIN i SIÐLAUST AÐ BANKAR REKIFYRIRTÆKI Mjög einfölduð dæmisaga gæti verið eitthvað á þessa leið. Það er þenslutími. Bjartsýnn maður, sem ekki á nægi- legt eigið fé, hyggst fara út í stóra og dýra fjárfestingu þótt fyrirfram sé Ijóst að um offjárfestingu á markaðnum sé að ræða. Hann fer í bankann sinn, sem hefur lánað öðrum í greininni líka, og biður um lán. Hann fær lánið. En rekstur- inn gengur ekki upp. Bankinn verður fyrir útlánatapi og tekur við rekstrinum í þeirri von að selja fyrirtækið á góðu verði og verða ekki fyrir enn frekara útlánatapi. Vegna útlánatapsins hækkar bank- inn vextina á útlánum til þeirra sem standa í skilum og eykur þannig tekjur sínar til að hafa upp í útlánatapið. Eftir standa blæðandi skilamenn. Fyrst horfa þeir upp á að bankinn láni í augljósa offjárfestingu. Síðan fá þeir bank- ann sjálfan í samkeppni við sig. Þá hækkar bankinn vextina á lánum þeirra til að firra sig tapi og bæta fyrir eigin mistök. Loks biður bankinn þá um gögn um reksturinn hjá þeim. Þótt þetta sé mjög einfölduð dæmisaga endurspeglar hún raunveruleikann. Bankar og fjárfestingasjóðir eru komnir inn á einkennilega braut þegar þeir taka yfir rekstur fyrir- tækja sem þeir hafa lánað til - og sem lent hafa í vandræð- um. Þetta er því miður orðið algengt og er til vansa. Landsbankinn á Reginn og Samskip sem áður voru í eigu Sambandsins. Búnaðarbankinn á Hótel ísland. Allir muna eftir brölti Framkvæmdasjóðs með Hótel Örk. íslandsbanki á Holiday Inn og hefur rekið það í nokkur ár. Nýjasta dæmið er þegar Iðnlánasjóður tók yfir steypustöðina Ós í vor. Að vísu hafa bankarnir og sjóðirnir stofnað leppfyrir- tæki, eignarhaldsfélög, sem eru skráðir eigendur fyrirtækj- anna og annast rekstur þeirra. Það er hins vegar einungis gert til að fara í kringum lögin sem kveða á um að bankar megi ekki vera í almennum fyrirtækjarekstri. Rök bankanna fyrir rekstri fyrirtækjanna eru þau að þeir séu að verja sig og forðast frekara tap af þeim. Betra sé að halda þeim gangandi á meðan reynt sé að selja þau. Reynsl- an sýnir hins vegar að bankarnir eru farnir að reka fyrirtæk- in til margra ára og setja jafnvel inn nýtt hlutafé í þau. Bankar og fjárfestingasjóðir verða að hætta að streitast á móti og selja fyrirtæki strax sem þeir fá í hausinn þótt það kosti frekara tap. Til að mæta útlánatöpum eiga bankar þrjá kosti. Að láta eigendur bankanna koma inn með nýtt fé og viðurkenna fyrir þeim að bankarnir hafi verið illa reknir. Að hækka vexti útlána og láta aðra lántakendur, skilamenn, sem eru óvarðir fyrir vaxtabreytingum, borga brúsann. Að lækka vexti innlána og segja sparifjáreigendum þar með að bank- arnir ávaxti fé illa. Leið bankanna á síðastliðnum þremur árum hefur fyrst og fremst verið að snúa sér að þeim sem eru óvarðir og hækka vexti útlána þótt það auki hættuna á að fleiri verði gjaldþrota. Það er hins vegar olía á eldinn þegar þeir eru komnir út í almennan fyrirtækjarekstur líka. Kannski eignast bankarnir einn góðan veðurdag öll fyrir- tæki og heimili í landinu og taka við rekstri þeirra. Hvert ætla þeir þá að snúa sér til að bæta fyrir eigin mistök? ISSN 1017-3544 Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson — AUGLÝSINGASTJÓRAR: Sjöfn Sigurgeirsdóttir og Kristín Eggertsdóttir — L J ÓSMYND ARAR: Grímur Bjamason, Gunnar Gunnarsson, og Kristján Einarsson — ÚTGEFANDI: Fróði hf. — Tímaritið er gefið út í samvinnu við samtök í verslun og viðskiptum — SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Ármúli 18, sími 812300, Auglýsingasími 685380 — RITSTJÓRN: Bfldshöfði 18, sími 685380 — STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson — AÐALRITSTJÓRI: Steinar J. Lúðvíksson — FRAMKVÆMDASTJÓRI: Halldóra Viktorsdóttir — ÁSKRIFTARVERÐ: 2.495 kr. fyrir 5 eintök (499 kr. á eintak) — 10% lægra áskriftarverð ef greitt er með greiðslukorti. LAUSASÖLUVERÐ: 599 kr. - SETNING, TÖLVUUMBROT, PRENTUN OG BÓKBAND: G. Ben. prentstofa hf. — LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. — GRAFÍK: Jón Rafn Jóhannsson. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.