Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1993, Blaðsíða 58

Frjáls verslun - 01.07.1993, Blaðsíða 58
TOLVUR FRAMTÍÐIBM AS/400 Sá orðrómur hefur verið á sveimi að væntanlegur væri arftaki hins vin- sæla AS/400 tölvukerfís sem slegið hefur flest met í sölu miðlungstölva (midi) undanfarin ár. Ástæðan er sögð vaxandi þörf fyrir opnari kerfi og aukin notkun Unix og því hlyti að koma að því að AS/500 sæi dagsins ljós. IBM hefur gefíð yfirlýsingu um að AS/400 línan verði í fullu gildi sem söluvara fyrirtækisins a.m.k. næstu 5 ár. Orðrómurinn virðist því ekki eiga við rök að styðjast. Yfirlýsinguna gaf helsti hönnuður kerfisins, Dr. Frank Soltis, á hátíðarfundi sem hald- inn var í Rochester í Minnesota í júlí sl. í tilefni þess að þá voru liðin 5 ár síðan AS/400 tölvukerfið kom á mark- Nýherji er með umboð fyrir IBM á íslandi. Nú hefur IBM í Bandaríkjunum gefið yfirlýsingu um að AS/400 línan verði í fullu gildi sem söluvara að minnsta kosti næstu fimm árin. H-Laun Heildarlausn sem einfaldar Launabókhald Og það máttu bóka! TÖLVUmiÐLUn Tölvumiðlun hf, Grensásvegi 8, Sími:68 88 82 O o ú £ CL aðinn. Á tímabilinu hafði IBM selt rúmlega 200 þúsund AS/400 víðsveg- ar í heiminum, 7500 af þeim í Bret- landi. „Það kunna að vera nýjar gerðir á leiðinni, jafnvel með breytt útlit“, sagði Dr. Soltis, „en þau kerfi munu áfram nefnast AS/400. Hvers vegna ættum við að hætta við kerfi sem gefur af sér 1000 milljóna hagnað á hverju ári?“. Á fundinum upplýsti Dr. Soltis m.a. að innan tveggja ára væri þess að vænta að öll AS/400 línan yrði með 64ra bita Risc-högun - þeirri sömu og nú væri boðin í sk. „IBM Power PC“ og 1995 myndi AS/400 verða boðin með öflugasta gjörva sem nokkru sinni hefur verið notaður í IBM-tölvu. Soltis var spurður að því hvort AS/400 myndi geta keyrt Unix stýri- kerfið (Aix) í náinni framtíð og svaraði með því að spyrja á móti; „hver ætti að hafa áhuga á því?“ og bætti því síðan við að enginn áhugi væri fyrir Unix sem stýrikerfi fyrir AS/400 jafn- vel þótt það væri hægt. Þá kom fram að staða AS/400 á markaðnum hefði verið styrkt enn frekar með því að IBM hefði boðið 400 helstu hugbúnaðarhúsum, sem þróa hugbúnað fyrir AS/400, beinan aðgang að prófunardeildum sínum. 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.