Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1993, Síða 58

Frjáls verslun - 01.07.1993, Síða 58
TOLVUR FRAMTÍÐIBM AS/400 Sá orðrómur hefur verið á sveimi að væntanlegur væri arftaki hins vin- sæla AS/400 tölvukerfís sem slegið hefur flest met í sölu miðlungstölva (midi) undanfarin ár. Ástæðan er sögð vaxandi þörf fyrir opnari kerfi og aukin notkun Unix og því hlyti að koma að því að AS/500 sæi dagsins ljós. IBM hefur gefíð yfirlýsingu um að AS/400 línan verði í fullu gildi sem söluvara fyrirtækisins a.m.k. næstu 5 ár. Orðrómurinn virðist því ekki eiga við rök að styðjast. Yfirlýsinguna gaf helsti hönnuður kerfisins, Dr. Frank Soltis, á hátíðarfundi sem hald- inn var í Rochester í Minnesota í júlí sl. í tilefni þess að þá voru liðin 5 ár síðan AS/400 tölvukerfið kom á mark- Nýherji er með umboð fyrir IBM á íslandi. Nú hefur IBM í Bandaríkjunum gefið yfirlýsingu um að AS/400 línan verði í fullu gildi sem söluvara að minnsta kosti næstu fimm árin. H-Laun Heildarlausn sem einfaldar Launabókhald Og það máttu bóka! TÖLVUmiÐLUn Tölvumiðlun hf, Grensásvegi 8, Sími:68 88 82 O o ú £ CL aðinn. Á tímabilinu hafði IBM selt rúmlega 200 þúsund AS/400 víðsveg- ar í heiminum, 7500 af þeim í Bret- landi. „Það kunna að vera nýjar gerðir á leiðinni, jafnvel með breytt útlit“, sagði Dr. Soltis, „en þau kerfi munu áfram nefnast AS/400. Hvers vegna ættum við að hætta við kerfi sem gefur af sér 1000 milljóna hagnað á hverju ári?“. Á fundinum upplýsti Dr. Soltis m.a. að innan tveggja ára væri þess að vænta að öll AS/400 línan yrði með 64ra bita Risc-högun - þeirri sömu og nú væri boðin í sk. „IBM Power PC“ og 1995 myndi AS/400 verða boðin með öflugasta gjörva sem nokkru sinni hefur verið notaður í IBM-tölvu. Soltis var spurður að því hvort AS/400 myndi geta keyrt Unix stýri- kerfið (Aix) í náinni framtíð og svaraði með því að spyrja á móti; „hver ætti að hafa áhuga á því?“ og bætti því síðan við að enginn áhugi væri fyrir Unix sem stýrikerfi fyrir AS/400 jafn- vel þótt það væri hægt. Þá kom fram að staða AS/400 á markaðnum hefði verið styrkt enn frekar með því að IBM hefði boðið 400 helstu hugbúnaðarhúsum, sem þróa hugbúnað fyrir AS/400, beinan aðgang að prófunardeildum sínum. 58

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.