Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1993, Blaðsíða 74

Frjáls verslun - 01.07.1993, Blaðsíða 74
BRÉF FRÁ ÚTGEFANDA FRAMTÍÐARSÝNINA SKORTIR Eitt dagblaðanna birti fyrir skömmu frétt þar sem fram kom að nú væri svo komið að um þriðji hver vinnandi maður á höfuðborgarsvæðinu starfaði hjá hinu opin- bera. í sömu frétt kom einnig fram að ársverkum í opinberri þjónustu hefði fjölgað um 30% á síðasta ára- tug. Þessar upplýsingar virka í sjálfu sér sakleysisleg- ar og vekja ekki mikla athygli eða umtal enda er fólk löngu hætt að kippa sér upp við útþenslu hins opinbera og raunar farið að taka hana sem sjálfsagðan hlut. Ut af fyrir sig er kannski ekki óeðlilegt að störfum hjá hinu opinbera fjölgi, það er sama þróunin og orðið hefur víðast annars staðar í vestrænum ríkjum. Spurningin er fremur sú hvort við íslendingar séum ekki komnir yfir strikið og hvort þensla hins opinbera kerfis á ís- landi sé orðin svo mikil að hún sé farin að lama allt athafnalíf í landinu með þeim áhrifum að stöðugt moln- ar úr undirstöðunum með þeim afleiðingum að við er- um nú farin að sjá fram á varanlegt atvinnuleysi og atvinnukreppu. Ég hygg að allir íslendingar, sama hvar í flokki þeir standa, séu sammála um nauðsyn öflugs velferðar- kerfis og séu tilbúnir að Ieggja sitt af mörkum til þess að viðhalda því. Það má hins vegar spyrja að því hvort hin raunverulega velferð á íslandi hafi aukist til jafns við þá gífurlegu þenslu sem hefur verið í opinbera geiranum. Hvort það fólk sem þarf á velferðarkerfinu að halda sé betur sett nú en var t.d. fyrir einum áratug? Ekki eru til nein algild svör við slíkum spurningum en ef marka má orð ogummæli þeirra, sem best þekkja til, er ekki svo. Þvert á móti virðist stöðugt þrengja að fólki og fátækt, sem lengi hefur verið nær óþekkt á Islandi, er að skjóta upp kollinum. íslendinga, og þá sérstaklega íslenska stjórnmála- menn og stjómmálaflokka, skortir gjörsamlega fram- tíðarsýn. Allar aðgerðir virðast miðast við að bjarga málum frá degi til dags og aðgerðirnar miðast líka fyrst og fremst við að afla meiri og meiri tekna í ríkissjóð til þess að standa undir öllum þeim öngum sem komnir eru á ríkiskerfið. Atvinnureksturinn er smátt og smátt að lognast út af og í húsnæði því, er áður störfuðu tugir eða hundruðir manna, em settar upp opinberar stofn- anir eða listamiðstöðvar. Atvinnugreinar, sem vom blómlegar fyrir svo sem áratug, em tæpast til lengur. Vitanlega breytast alltaf aðstæður og ekkert er við því að segja eða gera þótt breyttir tímar leiði af sér breyt- ingar í atvinnurekstrinum. Hitt er alvarlegra þegar atvinnugreinar leggjast niður og ekkert kemur í stað- inn nema opinber fyrirtæki eða stofnanir. Það þýðir í raun aðeins eitt. Færri og færri verða að standa undir meiri og meiri opinbemm rekstri og leggja svo mikið af mörkum til hans að nánast ekkert er eftir til þess að halda hinu almenna hagkerfi gangandi. Þetta kemur best í ljós þegar að kreppir og ekki er lengur hægt að ná meiri tekjum með auknum sjávarafla eða fá meira út úr þeim mörkuðum sem við seljum vömr okkar á. Núverandi ríkisstjórn fetar dyggilega í fótspor fyrri ríkisstjórna og undir forystu Sjálfstæðisflokksins, sem gerði það að aðalatriði í kosningabaráttu sinni fyrir síðustu alþingiskosningar að stöðva útþensluna og þar með skattheimtuna, hafa nú verið sett íslands- met á þeim vettvangi og ef svo heldur sem horfir mun- um við eignast heimsmet í skattheimtu áður en langt um líður. Nýjustu „afrekin" em lestrarskatturinn sem aðeins mun leiða af sér samdrátt og fækkun starfa í útgáfustarfsemi og prentiðnaði á íslandi og yfirfærslu í kaup á erlendri framleiðslu á þessu sviði og síðan skattur á vaxtatekjur, jafnvel á sparifé barna og gamalmenna, sem fyrr eða síðar mun leiða til enn meiri vaxtahækkana. Allt þetta er gert með þau orð á vömm að nauðsynlegt sé að koma á jöfnuði. Það væri hins vegar ástæðulaust að vera að pakka þessum álög- um inn í einhverjar skrautumbúðir. Tilgangurinn er augljós — sá einn að afla hinu opinbera meiri tekna til þess að standa undir rekstri sínum. Það er augljóst að stjórnmálamenn forðast að horfa til framtíðarinnar og starfa undir vel þekktu kjörorði: „Lafir á meðan ég lifi.“ Enginn vilji eða áform virðast vera um uppstokkun á kerfinu, né heldur raunvemleg athugun á því hvert við stefnum og hvað við ætlum okkur. A meðan að íslenskir stjórnmálamenn em al- gjörlega sammála um að viðhalda óbreyttu ástandi er hætt við því að það eftirvæntingarfulla, vongóða og vel menntaða unga fólk, sem nú er að koma út á vinnu- markaðinn, verði fyrir vonbrigðum þegar það leitar að störfum og tækifæmm. Þau verður tæpast að finna annars staðar en hjá hinu opinbera ef þróun næsta áratugar verður sú hin sama og síðasta áratugar. 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.