Frjáls verslun - 01.07.1993, Blaðsíða 44
STJORNUN
• „Þáttur stjórnar í stefnumót-
uninni var agnarsmár. Yið
sögðum við þá: þessir fundir
eru opnir, (sérstakir fundir
meðal starfsmanna þar sem
unnið var að stefnumótun;
innsk. HFÞ), þið getið kom-
ið. Flestir létu aldrei sjá sig.
Á lokastigi þegar verið var að
kynna stjórninni stefnumót-
unina og hún borin undir hana
þá kunnu stjómarmenn ekki
aðferðarfræðina og upphófst
þá heilmikil sölustarfsemi til
að selja þeim stefnumótun-
ina.“
Þessi síðasta lýsing er sjálf-
sagt dæmigerð fyrir einhver
fyrirtæki. Selja þarf stjórninni
stefnu fyrirtækisins. Það þarf
auðvitað ekki að segja meira.
Þetta eru ótæk vinnubrögð af
hálfu stjórnar. En hvers æskja
forstjórar þeirra fyrirtækja þar
sem stjómimar beittu sér lítið
sem ekkert, hvernig sjá þeir
fyrir sér þátttöku stjórnarinnar?
Er ráðning annarra en framkvæmdastjóra borin undír
stjórn til ákvörðunar?
Já Nei
10% 80%
Fá stjórnarmenn alla jafna send gögn fyrir
stjórnarfundi?
Já Nei
37% 63%
Hver semur við forstjóra um launakjör hans?
Stjórnarformaður Stjórn
53% 47%
Ef svarið er stjórnarformaður. Eru laun forstjóra trún-
aðarmál milli hans og stjórnarformanns?
Já Nei
78% 22%
Fjallar stjórn einhvern tima um frammistööu forstjóra
að honum fjarstöddum?
Já Nei
47% 53%
Leggur stjórnin mat á eigin frammistöðu?
Já Nei
0% 100%
Nokkrar spurningar í könnuninni og
stjórnarmanna við þeim.
FORSTJORAR:
• „Stjórnarmenn ættu að hafa
áhrif á stefnumótunina."
• „Ég sé þetta þannig fyrir mér að
stjórnin tjái sig um þá stefnu
sem stjórnkerfið leggur til. En
stjórnarmenn hafa hvorki að-
stöðu né þekkingu til að vinna
þetta, þeir eiga frekar að leggja
blessun yfir þetta."
Af þessu má sjá að forstjórar ættu
alla jafna ekki að vera Þrándur í Götu
þess að stjórnir beiti sér við stefnu-
mótun, öðru nær, þeir kalla á aukin
afskipti þeirra.
ÞÁTITAKA STJÓRNARMANNA ER
MIKILL SKÓLI FYRIRÞÁ
Tínum að lokum til kosti þess að
stjórn beiti sér með einum eða öðrum
hætti í stefnumótuninni. í fyrsta lagi
þá getur stjórnin miðlað af þekkingu
þeirri og reynslu sem hún býr yfir, og
lagt þannig dýrmætan skerf til stefnu
fyrirtækisins. í öðru lagi þá er þátt-
taka í stefnumótun heilmikill skóli
fyrir stjórnina í þeim skilningi að hún
kynnist mörgum eiginleikum fyrir-
tækisins sem hún ella myndi ekki
gera auk þess að skerpa sýnina á
rekstrarumhverfið. í þriðja lagi kynn-
ast stjómarmenn mörgum starfs-
mönnum fyrirtækisins sem annars
verða ekki á vegi þeirra á leið til
venjulegra stjómarfunda. I fjórða lagi
getur stefnumótunarvinnan þjappað
stjórninni betur saman, gert hana
samstilltari. Umræðan sem fylgir
stefnumótuninni er opinská og krefst
þátttöku sem flestra. Slíkt getur alið á
eindrægni og gert stjórnina hæfari til
að vinna saman. í fimmta og síðasta
lagi þá er best að gefa einum forstjór-
anum orðið því hann hittir naglann á
höfuðið:
FORSTJÓRISEM HITTIR NAGLANN
ÁHÖFUÐIÐ
• „Ef stjórnin mótar ekki stefnu, þá
veit hún ekki hvert hún á að fara.
Eftirlitshlutverk hennar byggir á
stefnu með hverju á að fylgj-
ast. Stefnan er viðmiðið sem
eftirlitið miðast við.“
NAUÐSYN ÞESS AÐ STJÓRNIR
SETJISÉR STARFSLÝSINGU
Kveðið er á um hlutverk
stjórna í lögum. Skilgreiningar
hlutafélagalaga eru mjög rúmar
og gefa tilefni til mismunandi út-
færslu á hlutverki félagsstjóm-
ar. í samþykktum félaga er jafn-
an kveðið á um hlutverk stjórn-
arinnar en það er iðulega nánast
upptalning á ákvæðum hlutafé-
lagalaga og skilgreining þess er
því eftir sem áður jafn rúm. Er-
lendis ber dálítið á því að stjórnir
setji sér ákveðinn ramma til að
vinna innan (mission statem-
ent). Slíkur rammi, sem einnig
mætti kalla starfslýsingu, þó
blæbrigðamunur sé reyndar á
þeim hugtökum, getur verið á
ýmsa lund, misvíður ef svo má
ör að orði komast. Tilgangur starf-
slýsingar gæti meðal annars
verið sá að festa í sessi ákveðna
verkaskiptingu stjórnar og for-
stjóra auk þess að stuðla að ein-
drægni meðal stjómarmanna,
þ.e.a.s. menn hafa þá sameiginleg
viðmið til að starfa eftir. Einnig gæti
slík starfslýsing verið leiðbeinandi um
það hvort stjórnin ræki hlutverk sitt
sem skyldi, þ.e.a.s. menn hafa þá
einhvern mælikvarða á eigin störf.
Þar sem höfundur vissi að slíkar
starfslýsingar væru ekki tíðkaðar hér
á landi lék honum hugur á að kanna
viðhorf manna til slíks fyrirkomulags:
• „Stjórnir mættu setja sér starfs-
lýsingu því margir stjórnarmenn
gera sér ekki grein fyrir hlutverki
sínu (forstjóri). “
• „Mér hefur þótt vanta vitneskju
innan stjórnar um hvert sé hlut-
verk hennar, að það séu skýr mörk
á milli stjórnarmanna og stjórn-
enda. Með starfslýsingu yrðu
vinnubrögð hnitmiðaðri, ég teldi
þetta mjög til bóta.“ (forstjóri)
• „Það getur verið varasamt að hafa
hlutverk stjórnar of bundið. Ég er
44