Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1995, Page 12

Frjáls verslun - 01.02.1995, Page 12
FRÉTTIR Lánskjaravísitalan: SU NYJA OG GAMLA Á forsendum kjara- samninganna og aðgerða ríkisstjórnarinnar í tengslum við þá má gera ráð fyrir að verðbólga verði um 2,5% á ári, bæði í ár og á næsta ári. Þetta er sama verðbólga og spáð er í öðrum aðildar- ríkjum OECD þar sem stöðugleiki ríkir. Verði þessir kjarasamningar fyrirmynd annarra samn- inga eru forsendur fyrir því að stöðugleiki ríki áfram í íslenskum þjóðar- búskap. í tengslum við kjara- samningana hefur ríkis- stjórnin breytt lánskjara- vísitölunni. Búið er að taka launavísitöluna út. Nýja lánskjaravísitalan, nú vísitala neysluvöru- verðs, mælir um 1% minni verðbólgu á ári en sú gamla hefði gert. Aætlaöar breytingar á lánskjaravísitölu Gamla lánskjaravísitalan 107 106 105 104 103 102 101 1995 100 Ný lánskjaravísitala 1996 13 6 9 Verðlagsspá Vinnuveitendasambandsins. Nýja lánskjaravísi- talan mun hækka minna en sú gamla hefði gert. Starfsmenn þjónustumið- stöðvarinnar. Frá vinstri: Einar Þorsteinsson, Finnur Gunnarsson og Hjalti Bjarn- finnsson. 0LÍS: NÝ WÓNUSTU- MIÐSTÖÐ Olís hefur opnað sér- staka þjónustumiðstöð þar sem tekið er á móti öllum vöru- og þjónustu- pöntunum frá viðskipta- vinum, bensínstöðvum og birgðastöðvum félags- ins. Samtíms opnun þjón- ustumiðstöðvarinnar hefur Olís tengst Inter- netinu. Á heimasíðu fé- lagsins er að finna al- tnennar upplýsingar og landakort sem sýna starf- semi félagsins og þær vörur og þjónustu sem í boði eru. FUNDIÐ FÉ ERLENDIS Útflutningsráð hefur í samvinnu við Iðnlána- sjóð gefið út skýrslu um framboð fjármagns hjá al- þjóðlegum stofnunum. í skýrslunni gefur að líta greinargott yfirlit yfir al- þjóðlegar stofnanir og sjóði sem íslensk fyrir- tæki eiga möguleika á að leita til varðandi styrki og lán til markaðsstarfa á erlendri grund. ÖSSUR VERDLAUNAR í lok ráðstefnunnar um umhverfismál fyrirtækja, sem um umhverfisráðu- neytið stóð fyrir í sam- starfi við íslandsbanka, Olís, Skeijung og Sól á Hótel Sögu þriðjudaginn 7. mars, veitti umhverfis- ráðherra, Össur Skarp- héðinsson, íslenskum fyrirtækjum í fyrsta sinn sérstaka viðurkenningu fyrir góða viðleitni í um- hverfismálum á undan- förnum misserum. Að þessu sinni hlutu Umbúðamiðstöðin, Kjöt- umboðið og Gámaþjón- ustan, öll í Reykjavík, viðurkenningu og veittu fulltrúar fyrirtækjanna þeim viðtöku við hátíð- legt tækifæri í Skála að loknum framsögum og umræðum á ráðstefn- unni. Umhverfisráðherra veitti þeim viðurkenningu. Frá vinstri: Benóný Ólafsson, Gámaþjónust- unni, Össur, Guðmundur Karlsson, Umbúðamiðstöðinni og Helgi Óskar Óskarsson, Kjötum- boðinu. 12

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.