Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1995, Side 19

Frjáls verslun - 01.02.1995, Side 19
Flytja má allar upplýsingar um netið, en þar eru þó bragð og lykt eðlilega undanskilin. Notagildi þess eru nær engin takmörk sett. Hver sem er getur sent og móttekið skilaboð hvaðan sem er á hnettinum; pantað og selt, fengið upplýsingar um samgöngur á landi, sjó og í lofti, fengið upplýsingar um gengi gjaldmiðla og verðbréfa, farið inn í gagnabanka af ýmsu tagi, bókasöfn, dagblöð, tímarit, sent gögn í máli og myndum í prentsmiðjur, pantað mat og svo mætti lengi telja. Web (www) er vinsælasta nýjungin innan Intemetsins. Veraldarvefurinn lifir sjálfstæðri tilveru innan netsins þar sem heimasíður og skjöl eru tengd saman með tilvísunum eða svokölluðum linkum. Þannig má nálgast allar upplýsingar netsins frá einum stað með einni skipun. TÖLVUPÓSTUR En hvaða gagn hafa menn af því að tengjast Intemetinu? Frjáls verslun ræddi við Heimi Sverrisson hjá Plús Plús hf. en hann hefur lengi notfært sér kosti Intemetsins. „Ég er í samskiptum við fyrirtæki í Kaliforníu um hugbúnaðarþróun. Ég lenti í vandræðum með að setja upp hugbúnað frá þeim á dögunum. Þegar til kom reyndist vandamálið minna en við fyrstu sýn. Þar sem fyrirtækið er tengt Internetinu eins og ég gat ég veitt starfsmönnum þess aðgang að minni tölvu um tíma. Þeir logguðu sig einfaldlega inn hjá mér, lagfærðu það sem þurfti að lagfæra og logguðu sig síðan út. Þetta er aðeins eitt dæmi um kosti Internetsins," segir Heimir. Hann kaupir reglulega tölvubækur af bókaverslun í Cambridge í Mas- sacusetts-fylki í Bandaríkjunum en sú verslun hefur á boðstólum alla fáan- lega titla í tölvubókmenntum. Versl- unin er tengd Intemetinu og því tekur það ekki nema tvo til þrjá daga frá því Heimir pantar sér bók og þangað til hún er komin til hans. „Á sama hátt get ég fengið ýmsar handbækur sendar um Internetið. Síðan prenta ég þær út hjá mér. Það tekur mun skemmri tíma en að panta handbækur og bíða eftir að pósturinn skili þeim.“ Heimir segir að flestir Intemets- notendur noti tölvupóstinn eða E-ma- „Internetið er eins og þjóðvegur sem allir geta átt leið um. Við höfnum því ekki að lagður sé vegur að húsinu okkar þótt ýmsir vafasamir menn aki um vegina. En hins vegar gerum við ráðstafanir til að verjast þeim. “ — Pétur Pétursson hjá Plús Plús. INTERNET 19

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.