Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1995, Page 20

Frjáls verslun - 01.02.1995, Page 20
— UPPLÝSINGATÆKNI il. Það sé hentug samskiptaleið sem spari mikinn tíma og fyrirhöfn. Mót- takandi póstsins les bréfið þegar hon- um hentar. Þótt tölvupósturinn sé mikið notaður hætti menn hins vegar ekki að tala í síma, senda fax eða hefðbundin sendibréf. Sá gaili er hins vegar enn við Intemetið að sendingar um það eru ekki fullkomlega óhultar, aðrir tölvunotendur geta komist inn í þær. Hins vegar er verið að þróa samskiptaform til að tryggja öryggi sendinga, til dæmis sendinga á greiðslukortanúmerum, með því að mgla sendinguna. Móttakandinn afruglar hana þá við móttöku. Alls kyns vafasamar upplýsingar, sem nálgast má með Intemetinu, hafa komist í fréttir. Heimir og fleiri tölvu- menn segja Intemetið hins vegar leiða mun meira gott af sér en illt. „Intemetið er eins og þjóðvegur sem allir geta átt leið um. Við höfnum því ekki að lagður sé vegur að húsinu okkar þótt ýmsir vafasamir menn aki um vegina. En hins vegar gerum við ráðstafanir til að verjast þeim,“ segir Heimir. HESTAVIÐSKIPTI Meðal hérlendra fyrirtækja, sem tengst hafa Intemet- inu, em Landsbankinn og Eimskip sem veita bæði almennar þjónustu- upplýsingar. Þá er að hefjast lífleg upplýsingamiðlun og viðskipti með hesta og ýmsar vömr og þjónustu tengdri hestamennsku. Hinn kunni hestamaður Sigurbjöm Bárðarson hefur komið sér upp heimasíðu á net- inu, Didda, þar sem nálgast má upp- lýsingar um hesta skreyttar ljós- myndum í lit. Það er samdóma álit þeirra, sem hafa reynslu af Intemetinu, og þeirra, sem þjónusta þá aðila sem vilja tengjast því, að Intemetið sé mun meira en bóla eða hver önnur della sem heltekur menn. Kostir þess séu augljósir fyrir einstaklinga og fyrir- tæki og því sé Intemetið komið til að vera. Þannig er því spáð að 380 milljónir notenda verði á Intemetinu um aldamótin, þessari stærstu upplýsingahraðbaut fyrr og síðar. En þó að íslendingar séu nú með eitt besta tölvusam- band við útlönd sem um getur og meiri Intemetsnotkun en þekkist í Evrópu fara Intemetsamskiptin um eldri og mun afkastaminni línu. Intemetssamband Islendinga er 16 sinn- um lakara en menn búa við í Færeyjum. Sambandi okkar er gjaman lýst sem umferðaröngþveitinu á Þingvallaveg- „Það eru ekki svo margir af okkar viðskiptavinum tengdir Internetinu ennþá en það verður væntanlega sprenging á því sviði. “ — Kristján Jóhannsson hjá markaðsdeild Eimskips INTERNET ■ ERNET SKIMA HF. s. 588-3338 /f. 588-3132 SKÍMA tengir tölvupóstkerfi fvrirtækia inn á INTERNET og X.400 Tölvupóstur bíður því ekki úti í bœ eftir því að verða sóttur heldur berst beint inn ó tölvu móttakandu. (> SKÍMA opnar notendum fyrirtækja aðgang að INTERNET Beint frú vinnustöð út í heim. o SKÍMA býður fyrirtækjum hönnun og rekstur heimasíð INTERNET. sem berast heimshorna ú milli. ÖRYGGI ~ SPARNAÐUR ~ SVEIGJANLEIKI

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.