Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1995, Síða 30

Frjáls verslun - 01.02.1995, Síða 30
FORSIÐUGREIN FYNDNIOG SKEMMTUN í Öllum geðjast vel að fyndnum auglýsingum. Það er bara einn hængur á. 011um geðjast vel að fyndnum auglýsingum. Auglýsingafólki finnst gaman að framleiða þær. Auglýsendur hafa gaman af að birta þær. Neytendur og áhorfendur elska að horfa á þær. Það er bara einn hængur á og hann er ekki svo lítill. Sú hætta er fyrir hendi að fólk hlæi að brandaranum en gleymi vörunni sem verið er að auglýsa. Fyndni og skemmtun í sjónvarps- auglýsingum tíðkast um allan heim og fyndnar auglýsingar eru víða marg- verðlaunaðar, þykja þær bestu og frumlegustu. Höfuðástæðan fyrir fyndnum sjónvarpsauglýsingum er eflaust sú að leiðindi selji tæplega vörur vel. Áhugi verður vart kveiktur með leiðindum, það er útgangspunkt- urinn. SKEMMTUN ER EKKI BARA FYNDNI Skemmtun (entertainment) í aug- lýsingum er ekki einvörðungu fyndni, það að kitla hláturtaugamar. Skemmtun í auglýsingum getur líka verið fólgin í ýmiss konar tónlist og dansatriðum. Það telst jafnvel skemmtun að spila inn á kynhvötina í auglýsingum eða vera með einhvers konar tvíræðni eða orðaleiki. Fyrir um tuttugu árum kom út bók- in How to advertise, eða Hvemig eigi að auglýsa, eftir auglýsingafólkið Kenneth Roman og Jane Maas. Hinn þekkti auglýsingamaður David Ogilvy skrifaði formála að bókinni og lofaði hana í hástert. Bókin var ekki skrifuð fyrir þá sem búa til auglýsingar heldur þá starfsmenn í fyrirtækjum sem hafa með auglýsingamálin að gera; auglýs- endur. Fyrst og fremst er horft á mál- in út frá sjónarhóli auglýsandans, þess sem borgar brúsann. í bókinni segir að margar af allra vinsælustu sjónvarpsauglýsingum hafi ekki skilað nægilegum árangri TEXTI: JÓN G. HAUKSSON Laddi að auglýsa skafmiða fyrir Happdrætti Háskólans. Laddi í auglýsingu fyrir Bragakaffi. 30

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.