Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1995, Side 46

Frjáls verslun - 01.02.1995, Side 46
NÆRMYND Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi í nærmynd: UR HUOMSVEITAHARKI IHOLLYWOODHÆÐIR Þótt Sigurjónbúi íHollywood er hann einn af umtöluðustu mönnum íslensks viðskiptalífs. I kvikmyndaborginni hefur hann verið eftirsóttur að undanförnu igurjón Sighvatsson, kvik- myndaframleiðandi í Holl- ywood, var enn einu sinni í fréttunum á dögunum. Ekki vegna nýrrar kvikmyndar eða hlutabréfa- kaupa hér heima heldur vegna þess að stórir aðilar í kvikmyndaiðnaðinum í Hollywood slást nú um að fá hann til sín í vinnu. Nokkuð er um liðið síðan Sigurjón og skólabróðir hans úr kvikmynda- skóla vestra, Steve Golin, seldu hlut sinn í Propaganda en þeir stofnuðu fyrirtækið 1986. Sigurjón vann reynd- ar áfram hjá fyritækinu við kvik- myndaframleiðslu við góðan orðstír en hætti störfum rétt eftir áramót. Eftir að Sigurjón hætti hefur atvinnu- tilboðunum rignt yfir hann. Fyrst bár- ust þau tíðindi með erlendum frétta- skeytum að forráðamenn nýs kvik- myndarisa í Hollywood, Lakeshore Entertainment, vildu fá hann sem framkvæmdastjóra. Síðar kom í ljós að Lakeshore Entertainment var ekki eini aðilinn á höttunum eftir starfs- kröftum Sigurjóns. Hinir þekktu bræður Ridley og Tony Scott, einir eftirsóttustu leikstjórar í Hollywood í dag, voru einnig á höttunum eftir Sig- urjóni til framleiðslu kvikmynda. Þegar þetta er skrifað, er ekki vitað til að Sigurjón hafi gengið til samninga við neinn þeirra sem til hans hafa leit- að vestra, en nokkuð víst þykir að hvaða tilboði sem hann tekur muni ekki væsa um hann næstu árin. Nú þegar er hann í hópi ríkustu núlifandi íslendinga. Þessi tíðindi segja, svo ekki verður um villst, að fáir íslendingar fagna jafn mikilli velgengni á erlendri grundu og Sigurjón Sighvatsson. En það er ekki aðeins erlendis sem Sigurjón er að- sópsmikill í viðskiptum. í fyrrasumar komst Sigurjón heldur betur í frétt- irnar hér heima þegar hann keypti hlutabréf í íslenska Útvarpsfélaginu fyrir um 150 milljónir króna og varð þar með stærsti hluthafinn í Stöð 2. Sigurjón keypti 43 milljóna króna hlut í íslenska Útvarpsfélaginu sumarið 1992 og átti þar með 9 prósenta hlut í félaginu. í fyrrasumar var haft eftir Siguijóni að hann væri allt annað en ánægður með rekstur Stöðvar 2 og hefði áhuga á að selja sinn hlut í félag- inu. Síðan gerist það að stórfelld kaup á hlutabréfum í félaginu áttu sér stað. Sigurjón og erlendir aðilar, tengdir honum, voru orðaðir við kaupin. I fyrstu fékkst ekkert staðfest en þegar upp var staðið kom í ljós að Siguijón hafði keypt hlutabréf fyrir um 50 milljónir króna að nafnvirði eða 150 milljónir króna að söluvirði. Þar með var hann orðinn langstærsti hlut- hafi íslenska Útvarpsfélagsins, með 18 prósenta hlut. „Sigurjón vildi selja hlut sinn í Stöð 2 vegna þess að honum líkaði ekki hvernig stöðin var rekin og þau við- horf sem ríktu um reksturinn. Þarna réðu hrein og klár viðskiptasjónarmið en það var skoðun Sigurjóns að fæstir í stjóm félagsins vissu almennilega hvernig reka ætti sjónvarpsstöð," sagði samstarfsmaður Sigurjóns úr kvikmyndagerð. Orð Sigurjóns sjálfs styðja þetta en í blaðaviðtali sagði hann um ástæðu fyrir hlutabréfakaup- unum: „Annars vegar er það arðsem- issjónarmiðið. Ég tel mig geta ávaxt- að mitt fé betur með því að eiga stærri hlut. Hins vegar tel ég að með því að eiga stærri hlut geti ég haft meiri ítök í félaginu." í kjölfar þessara stóratburða í ís- lensku viðskiptalífi fylgdi orðaskak og átök um meirihlutavald í stjórn ís- lenska Útvarpsfélagsins sem ekki skal fjölyrt um hér. En nýr meirihluti Sigurjóns, Jóns Ólafssonar í Skífunni, Jóhanns J. Ólafssonar og Haraldar Haraldssonar hafði undirtökin þegar upp var staðið. Þó ber að geta þess að fyrrum forráðamenn Stöðvar 2 og fleiri sökuðu Sigurjón um svik og blekkingar þegar hann keypti nær öll föl bréf í félaginu um leið og hann taldi mönnum trú um að hann væri að selja sinn hlut. Hér skal ekki lagt mat á þessar fullyrðingar en víst er að þama var á ferðinni maður sem hafði gengið í gegnum strangan skóla, fyrst hér heima og síðan í einu harðasta við- skiptaumhverfi heims þar sem það er daglegt brauð að maður vegi annan í grimmri samkeppni. EINSETTISÉR AÐ NÁ LANGT Sigurjón Sighvatsson, eða Jonni eins og vinir og kunningjar kalla hann, er fæddur á Akranesi 15. júní 1952. Ólst hann þar upp og síðar í Reykja- vík. Sigurjón komst fyrst í kastljósið sem meðlimur hljómsveitanna Flowers og Ævintýri, þar sem Björg- vin Halldórsson var í broddi fylkingar, og síðar með Brimkló. Á þessum ár- um komu nokkrir af þeim eiginleik- um, sem þykja einkenna Sigurjón, í ljós; dugnaður, sterkur vilji og stað- 46

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.