Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1995, Side 60

Frjáls verslun - 01.02.1995, Side 60
ERLENDIR FRETTAMOLAR „Helmingur jarðarbúa á ennþá eftir að taka sína fyrstu mynd“, segir Fis- her hjá Eastman Kodak. FISHER ENDUR- SKIPULEGGUR KODAK Með endurskipulagi á rekstri, eftir að hann settist í fortjórastólinn fyrir ári síðan, hefur George M.C. Fisher hjá Eastman Kodak Co. tekist að hrista slenið af risanum í myndavéla- og filmuiðnaði. Stjórnunarstíll hans einkennist af ábyrgð, skjótri ákvarðanatöku, tækniþekkingu og óformlegri framkomu. Með sölu á hluta starfseminnar minnkaði hann skuldir úr 7,5 milljörðum í 1,5 milljarð dollara. Áhersla verður aftur lögð á myndræna framleiðslu fyrirtækisins, en það verður lykillinn að framtíðinni, og hefur hann safnað saman hæfi- leikamönnum fyrirtækisins í sölu- og þróunarstarfi í eina deild til að efla stafræna framleiðslu. Fisher hefur bætt starfsanda fyrirtækisins og lagt áherslu á ábyrgð, gæði og tímalengd framleiðsluferils ng gert laun háðari frammistöðu, en með þessu ætlar hann að breyta „starfsmenningu" fyrirtækisins. Framtíðaráætlanir ganga út á að hægt sé að tvöfalda vöxtinn í ljósmyndaiðnaði, þar sem Asíulönd eru í brennidepli, og einnig er ætlunin að ráða nýtt hæfileikafólk, m.a. til að bæta stöðu á markaði. Finna verður viðskiptavini fyrst og þarfir þeirra, en framleiða síðan. Til- finning fyrir markaðnum mun skipta miklu auk þess sem samvinnu verður leitað í stafrænni framleiðslu og dreg- ið verður enn úr kostnaði til að bæta samkeppnisaðstöðu. Framtíðin í sölu „smávagna" óviss hjá Chrysler, Ford og General Motors. SAMKEPPNII SÖLU „SMÁVAGNA" í fyrsta skipti í áratug hefur dregið úr sölu nýrra „smávagna“ í Banda- ríkjunum, m.a. vegna hærra verðs, samkeppni við aðrar bíltegundir og þrengri fjárhags heimilanna. Afleið- ingin er stærri bflalager og hafa Chrysler og Ford tilkynnt allt að 1100 dollara afslátt á verði, en framleið- endur vonast eftir aukinni sölu með vorinu eftir lægð undanfarið. Það kostaði 2,3 milljarða dollara að hanna ’96 útgáfumar hjá Chrysler, en sala „smávagna" er hátt í 30% hagnaðar hjáþeim. Samkvæmtjohn V. Kiman, sérfræðingi hjá Salomon Brothers, er hagnaður á bfl um 6000 dollarar hjá Chrysler og 4500-5000 dollarar hjá Ford á meðan General Motors nær varla jöfnu. Kostnaður er lægstur hjá Chrysler meðal risanna þriggja, sem gefur þeim forskot í samkeppninni. sölu á húsnæði sínu, bflum, skartgrip- um og jafnvel húsgögnum, auk þess að eyða 2/3 af tíma sínum og pening- um í HATIS-uppfinningu sína. HATIS er nýtt tæki fyrir heymardaufa, sem gerir þeim kleift að hlusta í síma, á tölvur og hljómtæki án óþarfra trufl- ana. Stórir símaframleiðendur fram- leiða nú tæki, sem gera ráð fyrir upp- finningunni og vonast Crouch, sem fæddist með 97% heymarskerðingu, til að selja 20.000 tæki í ár. Talið er að þetta muni auka möguleika heymar- daufra til að geta stundað vinnu með símann sem atvinnutæki. Viðskipta- félagamir eru með langan lista upp- finninga, en fjármagn vantar til fram- leiðslunnar. UPPFINNINGAR 0G FÓRNIR Jo Waldron og Shirley A. Crouch hjá Phoenix Management Inc. söfn- uðu og eyddu 700.000 dollurum, með TEXTI: STEFÁN FRIÐGEIRSS0N Viðskiptafélagarnir Crouch og Waldron fórnuðu fé og fasteignum til að hanna nýtt tæki fyrir heyrnar- daufa. 60

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.