Fregnir - 01.07.1994, Page 6

Fregnir - 01.07.1994, Page 6
FREGNIR Kristín Bragadóttir, Háskólabókasafni: Um millisafnalán Á Norðurlöndum höfum við vanist þeirri hugsun, að menntun og öflun þekkingar svo sem þjónusta bókasafna skuli vera notandanum að kosm- aðarlausu. Sýnilegt er að blikur eru á lofti um breytta tíma. Með versn- andi fjárhag bókasafna á Norðurlöndum hafa bókaverðir þurft að skoða stöðu safna sinna að nýju og meta þjónustu þá er þeir veita frá nýju sjón- arhomi. Mikilvægt er að skoða hvemig bæta megi þjónustuna og gera hana skil- virkari og hraðari enda ýmis teikn á lofti um að lögmál markaðarins muni ráða miklu á þessu sviði í framtíðinni. Þjónusta bókasafna sem og annara áþekkra stofnana mun að öllum líkindum sækja greiðslu í aukn- um mæli í pyngju neytendanna. Hvað varðar lán milli safna má segja að margra ára vangaveltum um gjaldtöku sé nú lokið og menn em á einu máli um að ekki sé unnt að veita afgreiðslu millisafnalána endurgjalds- laust. Gamalkunn hugtök einsog “gratisprincip” heyrist nú ekki lengur en þeim mun oftar er talað um “avgiftsbelággning” eða beina gjaldtöku. Langflest rannsóknarbókasöfn vinna eftir ákveðinni gjaldskrá og ein- ungis er eftir að samræma hana á landsvísu í hverju landanna fyrir sig. Um þetta fjallaði 3. norræna þingið um millisafnalán sem haldið var á Lángholmen í Stokkhólmi dagana 2.-4. mars 1994. Auk þess var lögð þung áhersla á tækni og ýmis þróunarverkefni í þágu millisafnalána sem unnin hafa verið undanfarið á Norðurlöndum. Þingið var mjög vel sótt. Frá íslandi sóttu Linda Erlendsdóttir frá Kennaraháskólanum og undir- rrituð þingið. Millisafnalán hafa heilmikið verið í brennidepli undanfarið og þátttakendum var mikið niðri fyrir. Augljóst er að millisafnalán eru í örum vexti innan rannsóknarbókasafna á Norðurlöndum og spumingar um hvað á að kaupa og hvað á að fá að láni verða æ áleitnari. Tækni- framfarir eru örar og mikilvægt er að fylgjast vel með því sem gerist á 6

x

Fregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.