Fregnir - 01.07.1994, Qupperneq 11

Fregnir - 01.07.1994, Qupperneq 11
FREGNIR NVBF fréttir Ráðstefna NVBF “Kvalitetssikring av bibliotekstjenester” var haldin í Lillehammer 19.-22. júní s.l. í tengslum við hana var félagsfundur fyrir meðlimi í félögunum sem mynda NVBF, stjómarfundur og einnig hitt- ust stjómir félaganna og kynntu sína starfsemi. Ráðstefnuna sóttu fjórir fulltrúar frá íslandi, þær Ásgerður Kjartansdótt- ir, Eydís Amviðardóttir, Ólöf Benediktsdóttir og Sigrún Magnúsdóttir. Flutt vom erindi um ISO 9000 og altæka gæðastjómun og fulltrúar ým- issa safna og þjónustufyrirtækja lýstu reynslu sinni af notkun þessara aðferða. Margar athyglisverðar upplýsingar komu fram í þessum erindum. Tore SU'andvik lagði áherslu á heildarsýn í gæðaferlinu. Meðhöndla þyrfti notendur eftir ólíkum þörfum þeirra og því væri mikilvægt að kynna sér rannsóknir þeirra og hvað þeir væru að fást við en ekki síður hvað not- endur álitu vera góða þjónstu. Carl Gustav Johansen upplýsti að þótt fólk væri meðvitað um gæða- stjórnun, væri það ekki mælikvarði á að það notaði hana og jafnvel leiddi notkun ISO 9000 ekki endilega til meiri gæða. Hann taldi norræn bókasöfn sæmilega vel meðvituð á þessu sviði. Karl Keskilivari sagði fólkið skapa gæðin, ekki væri nóg að hafa góða staðla. Hann taldi altæka gæðastjórnun leiða til meiri gæða en ISO 9000 og að minnsta kosti væri betra að byrja á henni. Hann lagði áherslu á mál sitt með skammstöfuninni K.I.S.S. (Keep it simple, stupid). Einnig útskýrði hann muninn á þessum tveim aðferðum með því að segja að ISO 9000 væri = Að gera hlutina rétt. En Altæk gæðastjórnun = Að gera réttu hlutina. Tí

x

Fregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.