Skólavarðan - 01.05.1990, Blaðsíða 9

Skólavarðan - 01.05.1990, Blaðsíða 9
FRÉTTIR FRÁ FRAMHALDSSKÓLUNUM Um nær sex ára skeið hafa bókasafnsfræðingar í \ framhaldsskólum haft með sér samstarf um ýtnsa þætti er varða starfið á skólasöfnunum. Samstarfshópurinn heldur fundi mánaðarlega þann tíma sem skólinn starfar og er - þar skipst á gögnum, upplýsingum og rædd mál er lúta að hagræðingu í starfi og ýmis hagsmunamál safnanna. Unnið hefur verið að því að sett yrfti á stofn þjónuituiniftitöft fyrir framhaldsskólasöfnin en ekki hefur það borið árangur enn. Það mál sem hefur verið efst á baugi undanfarið eru tölvumál safnanna. Bókasafnsfi'æðingar sem starfa utan höfuðborgarsvæðisíns eiga óhægt um vik að taka þátt í þessu samstarfi og er stefnt að því að halda a.m.k. einn fund á starfstíma skóla utan höfuðborgarsvæðisins. Á síðast liðnu hausti var haldinn einn slíkur fundur norðan heiða. Einnig er reynt að styðja við bakið á starfseminni sem fram fer á bókasöfnum framhaldsskólanna úti á landi meðal annars með því að senda þeim gögn sem dreift er á fundum samstarfshópsins svo sem heimildalistum. 9

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/284

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.