Skólavarðan - 01.11.1990, Blaðsíða 6
Það sem kom aðstandendum þessarar könnunar mest á óvart
var sá mikli fjöldi efnisskráa og heimildalista sem er að
finna í íslenskum bókasöfnum. Það er ljóst að sömu verkin
hljóta að vera unnin margoft í söfnunum og þegar titlar
innan sama efnissviðs voru bornir saman kom í ljós að í
55 tilfellum var um að ræða skrár um sama efni en í
mismunandi söfnum.
Þessi könnun er aðeins frumvinna og þörf er á ítarlegri
könnun á þeim skrám sem til eru þar sem athugað er umfang
og innihald skránna og hve mikla vinnu þarf að leggja í
þær áður en hægt er að gefa þær út. Hér er a.m.k. kominn
grunnur sem unnt er að byggja á og vonandi eiga ein-
hverjar skrár, sem fram hafa komið í þessari könnun,
eftir að koma út og nýtast í hinum ýmsu bókasöfnum.
Að lokum má geta þess að listi yfir allar skrárnar og
hvar þær er að finna mun birtast í sérstöku ráðstefnuriti
sem fyrirhugað er að gefa út.
Til glöggvunar birtist svo listi yfir skóla sem svöruðu
könnuninni og eiga efnisskrár og heimildalista:
Grunnskólar:
Árbæjarskóli
Breiðholtsskóli
Brekkubæjarskóli, Akranesi
Dalvíkurskóli
Fellaskóli
Flataskóli, Garðabæ
Grunnskólinn í Hveragerði
Hagaskóli
Hamarsskóli, Vestmannaeyjum
Hvassaleitisskóli
Kennslumiðstöð Námsgagnast.
Kópavogsskóli
Lækjarskóli, Hafnarfirði
Framhaldssk. og sérskólar
Fjölbr. í Breiðholti
Fjölbr. í Garðabæ
Fjölbr.skóli Suðurnesja
Fjölbr.skóli Vesturlands
Flensborgarskóli, Hafnarf.
Menntaskólinn á Akureyri
Menntaskólinn í Reykjavík
Menntaskólinn við Hamrahlíð
Menntaskólinn við Sund
Verskmenntask. á Akureyri
Verslunarskóli Islands
Bændaskólinn á Hvanneyri