Skólavarðan - 01.11.1990, Blaðsíða 19

Skólavarðan - 01.11.1990, Blaðsíða 19
REGLUGERÐARNEFND FYRIR SKÓLASÖFN Menntamálaráðuneytið sendi Skólavörðunni bréf þann 25. júní, 1990, og óskaði eftir að Skólavarðan tilnefni einn fulltrúa í nefnd til að gera tillögur að reglugerð um skólasöfn. Stjórn Skólavörðunnar hefur tilnefnt Sigrúnu Klöru Hannesdóttur í nefndina og Jónínu Eiríksdóttur, Kleppjárnsreykjum til vara. Nefndin hefur enn ekki komið saman. STEFNUMÖRKUN 1 BÓKASAFNA- OG UPPLÝSINGAMÁLUM TIL ALDAMÓTA Nefnd á vegum menntamálaráðherra hefur að undanförnu unnið að því að semja stefnu fyrir bókasöfn þjóðarinnar til aldamóta. 1 nefndinni er einn starfandi skólasafn- vörður, Jónína Guðmundsdóttir, Árbæjarskóla. Bráðabirgða- skýrsla var birt 17. maí síðastliðinn og kynnt í fjölmiðlum. Einnig var skýrslan send út til nær 40 umsagnaraðila. Skólavarðan fékk skýrsluna til umsagnar og sömdu þær Guðrún Eyjólfsdóttir og María Hrafnsdóttir álit. Skólavörðunnar. Endanlega skýrsla er nú í vinnslu og ef einhverjir meðliinir Skólavörðunnar hafa áhuga á skýrslunni geta þeir sent okkur línu. Vonandi verður skýrslan birt svo allir geti haft aðgang að henni, en það er ekki ljóst ennþá. 19

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/284

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.