Skólavarðan - 01.11.1990, Blaðsíða 20

Skólavarðan - 01.11.1990, Blaðsíða 20
SKÓLAVARÐAN FÉLAG UM MÁLEFNI SKÓLASAFNA LÖG I. Nafn og markmið 1. gr. Félagið heitir Skólavarðan: Félag um málefni skólasafna. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík. 2. gr. Markmið félagsins eru að efla íslensk skólasöfn á öllum stigum skólakerfisins og vinna að auknum skilningi á mikilvægi skólasafna. Markmiðum sínum hyggst félagið ná með því að: a) Stuðla að hagnýtingu bókasafnsfræðilegrar og kennslufræðilegrar þekkingar í skólasöfnum; b) Halda uppi faglegri umræðu um skólasöfn meðal þeirra sem starfa á skólasöfnum og annarra sem áhuga hafa á málefnum skólasafna; c) Fylgja eftir hagsmunamálum skólasafnvarða; d) Stuðla að bættri menntun skólasafnvarða; e) Stuðla að samvinnu milli skólasafna og annarra safnategunda; f) Stuðla að samvinnu við alþjóðasamtök skólasafnvarða. II. Aðild 3. gr. Aðild geta þeir fengið sem starfa á skólasöfnum og aðrir sem áhuga hafa á málefnum skólasafna. Skólasöfn geta gerst aðilar. Skriflegar umsóknir um aðild skulu berast stjórn félagsins. Nýir félagar verða að hljóta samþykki á stjórnarfundi. III. Stjórn og trúnaðarmenn gr. Stjórn félagsins skipa fimm aðalmenn, formaður, ritari, gjaldkeri og tveir meðstjórnendur. Stjórnin skal kosin 20

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/284

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.