Skólavarðan - 01.11.1990, Blaðsíða 15

Skólavarðan - 01.11.1990, Blaðsíða 15
VILTU KOMA TIL SEATTLE 1991? Næsta þing Alþjóðlegu skólasafnasamtakanna verður haldíð í smábænum Everett, í nágrenni Seattle í Washingtonfylki í Bandaríkjunum, 23-27 júlí, 1991. Yfirskrift ráðstefnunnar er: School libraries in a diverse world: Providing the personal touch. Öllum er heimilt að sækja þessa ráðstefnu, og þeir sem vilja bjóða fram eitthvert fyrirlestrarefni þurfa að senda tillögur þar að lútandi til skipuleggjendanna fyrir 18. janúar, 1991. Fyrir ráðstefnuna verður haldið eins dags námskeið um stjórnim og eflingu leiðtogahæfileika hjá skólasafn- vörðum. Námskeiðið er ókeypis, en þátttakendur verða að greiða ferða- og dvalarkostnað, auk skráningargjalds á ráðstefnuna. Skráningargjaldið er yfirleitt 150 dollarar, en ekki liggja fyrir endanlegar tölur run annan kostnað. Eftir ráðstefnuna er boðið upp á 13 daga ferð til Alaska sem án efa verður mikilfengleg. Til tals hefur komið að efna til hópferðar héðan á þíngið og stjórnunarnámskeiðið, og eru þeir sem hefðu e.t.v. hug á að fara á þessa ráðstefnu beðnir að hafa samband við formann eða gjaldkera Skólavörðunnar sem fyrst, eða senda línu í pósthólf Skólavörðunnar og mtinum við þá senda upplýsingar um ráðstefnuna, námskeiðið og Alaskaferðina eftir því sem þær berast. Formaður undirbúningsnefndar í Everett er: Doris Olson, Director of the Conference, 920 Grand Avenue, Everett, Washington 98201, USA 15

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/284

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.